Innlent

Þyrla sótti slasaða konu í Landmannalaugar

Kona slasaðist skammt frá Landmannalaugum, milli Bláhnjúka og Brennisteinsöldu um hálf níu leytið í gærkvöld.

Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að björgunarsveitarmenn sem voru á staðnum tóku ákvörðun um að ekki væri ráðlegt að bera hina slösuðu niður. Var þyrlan lent í Grænagili um hálf tíu leytið og var þá búið að búa vel um konuna.

Þyrlan lenti svo við Landspítalann í Fossvogi um korter yfir tíu í gærkvöld. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan konunnar eða hvernig hún slasaði sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×