Erlent

Fyrsti sendiherrann yfirgefur Assad

BBI skrifar
Liðhlaupinn Nawaf Fares, fyrrverandi sendiherra.
Liðhlaupinn Nawaf Fares, fyrrverandi sendiherra. Mynd/AFP
Sendiherra Sýrlands í Írak hefur hlaupist undan merkjum og yfirgefið stjórn Assad. Hann er fyrsti diplómatinn til að yfirgefa Bashar al Assad, forseta Sýrlands, og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Nawaf Fares, sendiherra Sýrlands, hefur gengið til liðs við uppreisnarmenn í Sýrlandi. Í tilkynningu á Facebook og fréttastofunni Al Jazeera sagði hann að stjórnin væri orðin maskína sem kúgaði þegna sína og træði á frelsisþrá þeirra. Stjórn Sýrlands brást við og afneitaði honum hið snarasta.



BBC segir frá
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×