Erlent

Níu látnir eftir snjóflóð í Ölpunum

Frá slysstað í morgun.
Frá slysstað í morgun. mynd/AFP
Alls liggja níu í valnum eftir að snjóflóð féll við franska skíðastaðinn Chamonix í Ölpunum í morgun. Þá eru níu aðrir særðir en þeim hefur nú verið komið undir læknishendur.

Talið er að fólkið hafi verið á leið á Mont Blanc, hæsta fjall Evrópu að sumri til. Göngumennirnir voru í 4 þúsund metra hæð þegar snjóflóðið féll. Nokkrir létust samstundis en göngumennirnir, sem alls voru 28 talsins, voru tjóðraðir saman.

Er talið að ferðafólkið hafi allt verið af erlendu bergi brotið, þar af voru þrír Bretar.

Björgunarsveitir hafa verið á staðnum frá því í morgun en fjögurra er enn saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×