Erlent

Þrír létust í flugslysi

Frá vettvangi í Frakklandi.
Frá vettvangi í Frakklandi. mynd/AP
Að minnsta kosti þrír létust þegar einkaflugvél varð eldi að bráð stuttu eftir lendingu í suður-Frakklandi. Talið er að flugmaðurinn og farþegar flugvélarinnar hafi verið bandarískir ríkisborgarar.

Björgunar- og slökkviliðsmenn hafa verið á slysstað í nokkrar klukkustundir og er búið að ráða niðurlögum eldsins.

Atvikið átti sér stað við Castellet flugvöllinn. Vitni segja að flugvélin hafi brotnað í tvennt við lendingu.

Svipað slys átti sér stað árið 1995. Þá hrapaði Mystere Falcon 20 flugvél þegar hún reyndi að hefja sig á loft frá Le Bourget flugvellinum í París. Tíu létust í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×