Körfuknattleiksdeild KR tilkynnti formlega til leiks í gær þá Brynjar Þór Björnsson og Helga Má Magnússon sem eru komnir heim í heiðardalinn.
Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samning við Vesturbæjarliðið. KR er að fá gríðarlegan liðsstyrk í þeim tveimur og ljóst að KR stefnir á ekkert annað en titilinn í vetur.
Báðir léku þeir í Svíþjóð síðasta vetur. Helgi Már með 08 Stockholm en Brynjar með Jämtland.
Brynjar og Helgi komnir heim

Mest lesið

ÍSÍ neyði landsliðið úr undankeppni EM
Körfubolti

Þjálfarinn þóttist vera þrettán ára stelpa
Körfubolti







Skotinn niður og út úr leiknum í sigri Newcastle í gær
Enski boltinn
