Fótbolti

Arshavin: Capello er búinn að taka við liðinu

Fabio Capello.
Fabio Capello.
Andrey Arshavin, fyrirliði rússneska landsliðsins, heldur því fram að Fabio Capello sé búinn að samþykkja að taka við rússneska landsliðinu.

Rússarnir hafa verið í þjálfaraleit eftir að Dick Advocaat hætti eftir EM til þess að taka við PSV Eindhoven.

Vitað er að Capello hefur verið í viðræðum við rússneska knattspyrnusambandið í Moskvu. Sambandið segist ætla að kynna nýjan þjálfara til leiks eftir helgi.

"Rússar búnir að ráða þjálfara og það er Fabio Capello. Við óskum honum alls hins besta," segir Arshavin á heimasíðu sinni.

Rússarnir settu upp þrettán manna lista yfir þjálfara sem þeir vildu fá og þar var Capello líklega mjög ofarlega á listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×