Lífið

Jason Kidd ók á tré undir áhrifum áfengis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jason Kidd hefur leikð með mörgum félögum í NBA. Þeirra á meðal eru Dallas, Phoenix Suns og nú er hann kominn til New York.
Jason Kidd hefur leikð með mörgum félögum í NBA. Þeirra á meðal eru Dallas, Phoenix Suns og nú er hann kominn til New York.
Körfuboltamaðurinn Jason Kidd var í morgun kærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Ekki vildi betur til en svo að hann ók bíl sínum á símastaur í New York, að því er tímaritið People hefur eftir New York Daily News. Kidd gerði þriggja ára samning við New York Knicks á dögunum sem mun færa honum 9,5 milljónir bandaríkjadala, eða ríflega 1,2 milljarða íslenskra króna. Kidd hefur leikið í NBA deildinni í 18 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.