Erlent

Kötturinn Stubbs er bæjarstjóri til margra ára

Stubbs þykir afar virðulegur bæjarstjóri.
Stubbs þykir afar virðulegur bæjarstjóri. mynd/AP
Ferðamannaiðnaðurinn í smábænum Talkeetna í Alaska hefur sannarlega blómstrað undanfarið. Ástæðan fyrir þessu rakin til bæjarstjórans en kötturinn Stubbs hefur gegnt embættinu síðustu ár.

Pólitískur ferill Stubbs hófst fyrir tæpum 15 árum. Þá var hann aðeins kettlingur, þrátt fyrir það tókst honum að koma sér í mjúkinn hjá kjósendum.

AP fréttaveitan greinir frá því að íbúar í Talkeetna hafi hreint ekki verið sáttir með bæjarpólitíkina á sínum tíma. Nokkrir kjósendur hvöttu þá fólk til að kjósa Stubbs í stað hinna hefðbundnu frambjóðenda.

Það fór síðan þannig að Stubbs hlaut flest atkvæði og hefur hann síðan þá gegnt embætti. Bæjarskrifstofurnar er staðsettar í krambúð í miðbæ Talkeetna.

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í bæinn til að heimsækja bæjarstjórann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×