Erlent

Íshella á stærð við hálfa Reykjavík brotnar frá Grænlandsísnum

Risavaxin íshella hefur brotnað af Peterman skriðjöklinum í norðurhluta Grænlands og flýtur hún nú suður á bóginn.

Á heimasíðu NASA má sjá gervihnattamyndir af því þegar íshellan brotnaði frá jöklinum. Hún mælist um 120 ferkílómetrar að stærð eða hátt í helmingur af flatarmáli Reykjavíkur.

Petermann er nyrsti skriðjökull heimsins en árið 2010 brotnaði yfir 200 ferkílómetra íshella af honum, sú stærsta sem vitað er um í sögu Grænlands.

Vísindamenn segja að þessi umbrot sýni að Grænlandsísinn bráðni nú mun hraðar en áður var talið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×