Erlent

Frjálslyndir eru sigurvegarar kosninganna í Líbíu

Samtök frjálslyndra flokka eru sigurvegarar þingkosninganna í Líbíu samkvæmt fyrstu tölum.

Þessir flokkar hafa fengið 39 af þeim 80 þingsætum sem voru í boði að því er segir í frétt á BBC. Hinsvegar fær Múslímska bræðralagið aðeins 17 þingsæti samkvæmt fyrstu tölum. Bræðralaginu hefur gengið mun betur í kosningum í nágrannalöndunum Egyptlandi og Túnis.

Um er að ræða fyrstu kosningarnar í Líbíu frá því að Muammar Gaddafi var steypt af stóli á síðasta ári. Kjörsókn var um 60%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×