Erlent

Ostagerðarmaður handtekinn vegna mafíutengsla

Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið forstjóra einnar af stærstu mozzarella ostagerðar landsins vegna gruns um að hann hafi verið í nánum tengslum við mafínua.

Forstjórinn, Guiseppe Mandara sem kallaði sig eitt sinn Armani mozzarella ostanna, var handtekinn ásamt þremur samstarfsmönnum sínum í nágrenni Napolí. Jafnframt var lagt hald á um 100 milljónir evra í eignum og reiðufé við handtökuna.

Lögreglan telur að samstarf Mandara við mafíuna nái aftur til níunda áratugarins þegar Camorra mafían hjálpaði honum við að forðast gjaldþrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×