Erlent

Hollensk yfirvöld aðstoða FBI

Nálin í samlokunni
Nálin í samlokunni
Yfirvöld í Hollandi og bandaríska alríkislögreglan eru nú komin í samstarf vegna rannsóknar á því hvers vegna nálar fundust í kalkúnasamlokum um borð í flugvélum Delta Air Lines-flugfélagsins á dögunum. Fjórar nálar fundust í samlokum í fjórum flugum frá Amsterdam í Hollandi til Bandaríkjanna. Tveir farþeganna sem fengu stungusár í munninn, eftir að hafa bitið í samlokuna sína, hafa leitað til læknis til að fyrirbyggja HIV-smit. Málið þykið mjög alvarlegt og á meðan rannsókn stendur yfir hefur sala á kalkúnasamlokum um borð í vélum félagsins verið hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×