Erlent

Rúta sprengd í loft upp

Frá Pakistan
Frá Pakistan
Fjórtan fórust og fjölmargir eru særðir eftir að lítil rúta sprakk í loft upp í bænum Peshawar, í norðausturhluta Pakistan í dag. Rútan var á leið milli tveggja þorpa þegar hún keyrði á sprengju sem komið hafði verið fyrir á þjóðveginum. Þrjár konur og þrjú börn eru á meðal hinna látnu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðinu en sprengjur sem þessar eru algengar á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×