Erlent

Nútíma riddari í pílagrímaför um Kanada

Tuttugu og tveggja ára gamall riddari ferðast nú um Kanada í fullum herklæðum og á hestbaki. Hann boðar fagnaðarerindi ástarinnar, hreinskilni og virðingar.

Pílagrímaför Vincent Gabriel Kirouac hófst fyrir rúmum tveimur árum. Þá hóf hann fjáröflun fyrir ferðalaginu. Það var síðan fyrir sex vikum sem hann lagði af stað. Síðan þá hefur hann safnað áheitum og aðdáendum.

„Hugmyndin er ansi einföld í raun og veru: Ég ríð þvert yfir Kanada og hjálpa fólki í gegnum erfiðleika sína," segir Kirouac. „Sama hvort að hjálpin fellst í þjónustu, menntun eða samstöðu."

Kirouac er afar trúrækinn maður. Hann telur að kaþólsk gildi séu hægt og bítandi að hverfa og óttast hvað býði mannkyns þegar þessi ágætu viðmið taka að hverfa hægt og bítandi.

Kirouac vonast síðan til að endurtaka leikinn árið 2014 en þá mun hann ríða frá Edinborg til Jerúsalem.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×