Erlent

Kettlingur ferðaðist á eigin spýtur þvert yfir Kyrrahafið

Kettlingur er kominn í sviðsljós fjölmiðla í Kaliforníu eftir að hann ferðaðist á eigin spýtur þvert yfir Kyrrahafið.

Kettlingur þessi var laumufarþegi með gámaflutningaskipi sem sigldi frá Shanghai í Kína til Kaliforníu en sú leið er um 10.500 kílómetra löng. Svo virðist sem skipverjar skipsins hafi aldrei orðið kettlingsins varir á þessari siglingu og því fékk hann hvorki vott né þurrt frá þeim alla þá daga sem hann var um borð.

Það var ekki fyrr en tollverðir í Kaliforníu fundu kettlinginn að hið sanna kom í ljós. Tollverðirnir hafa gefið þessum kettlingi nafnið Ni Hao sem þýðir Góðan daginn á mandarín kínversku.

Það fylgir með í fréttunum að ef kettlingur þessi nær sér alveg af þessu ferðalagi sínu þvert yfir Kyrrahafið muni honum verða komið í fóstur hjá fjölskyldu í Los Angeles.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×