Lífið

Elton John segir rangt að berja samkynhneigða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elton John kemur oft til Úkraínu.
Elton John kemur oft til Úkraínu.
Elton John kom fram á styrktartónleikum í Kiev í Úkraínu í gær. Þar hvatti hann Úkraínumenn til þess að láta af ofsóknum á hendur samkynhneigðum. Tónleikarnir eru hluti af Evrópumeistaramótinu í fótbolta sem fer að hluta til fram í Úkraínu. John kemur reglulega til Úkraínu og kallar landið í raun annað heimili sitt. „Nýlega las ég um ofbeldi gagnvart samkynhneigðum í Úkraínu. Það er rangt að berja samkynhneigt fólk og hæfir ekki Úkraínu," sagði hann. Hann hvatti til þess að látið yrði af ofbeldinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.