„Þetta gerist rosa hratt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. júlí 2025 10:00 Kristinn Pálsson flytur með fjölskylduna til Ítalíu í haust. vísir / ívar Körfuboltamaðurinn Kristinn Pálsson hefur yfirgefið herbúðir Vals og samið við Jesi, sem spilar í þriðju efstu deild á Ítalíu. Hann segir hlutina hafa gerst hratt en Kristinn stökk á tilboð sem honum leist vel á og er spenntur fyrir því að leiða liðið vonandi upp um deild. Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Sjá meira
Kristinn hefur verið lykilmaður í liði Vals síðustu tvö tímabil og orðið bæði bikar- og Íslandsmeistari. Samningur hans við liðið gilti út næsta tímabil en í þeim samningi var einnig ákvæði um að Kristinn gæti samið við lið erlendis. Varstu að leitast eftir tilboði? „Alls ekki en umboðsmennirnir eru alltaf að leita. Það komu nokkur tilboð sem mér leist ekkert endilega á, svo kom þetta og ég var mjög spenntur fyrir því. Ég var mjög ánægður með þetta tilboð og spenntur fyrir því að taka þátt í vegferðinni með Jesi.“ View this post on Instagram A post shared by Basket Jesi Academy (@basketjesiacademy) „Þetta gerist rosa hratt, er bara búið að taka einhverja fimm eða sex daga frá því að tilboðið kom. Það er náttúrulega ákveðin pressa í þessu að klára allt sem fyrst, pressa frá umbanum og liðinu að þurfa að svara mjög snemma. Ég var ekki alveg tilbúinn að leyfa þessu að fjara út, þannig að ég stökk á þetta og við erum bara mjög sátt“ sagði Kristinn sem ákvað að bíða ekki fram yfir EuroBasket, eftir mögulega betra tilboði. Kristinn og Kári Jónsson með Jamil Abiad eftir að Íslandsmeistaratitillinn 2024 var í hús.vísir / anton brink En Valsmenn, hvernig tóku þeir í þína ákvörðun? „Ég trúi því alveg að þeir séu kannski ekkert par sáttir með hana, verandi á samning og með þessa opnu. En auðvitað bara stoltir og spenntir að sjá hvernig ég spila úti.“ Kristinn talar reiprennandi ítölsku eftir að hafa spilað þar í landi á unglingsárunum, er með ítalskan umboðsmann sem kom honum í samband við liðið og svo skemmdi ekki fyrir að hann átti algjöran stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ítalíu fyrr í vetur. Jesi hreifst af honum og ætlar að gera að lykilmanni á leið liðsins upp í næstefstu deild Ítalíu. „Stefnir allt í það að maður verði einhvers konar lykilmaður. Sérstaklega vegna þess að það er bara leyfður einn útlendingur í hverju liði. Vanalega sækja liðin alla Ítalina fyrst, byggir liðið í kringum það og færð svo þetta lokapúsl, sem var ég í þetta skiptið.“ Rætt var við Kristinn í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.
Valur Bónus-deild karla Ítalía Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Sjá meira