Lífið

Tiny frumsýnir myndband á Vísi á föstudag

Næstkomandi föstudag mun rapparinn Tiny frumsýna glænýtt myndband við lagið 1000 Eyes hér á Vísi. Lagið 1000 Eyes kom út á Tonlist.is fyrir um einum og hálfum mánuði síðan, en sem kunnugt er var lagið samið af þeim fyrrum Quarashi liðum Sölva Blöndal og Agli "Tiny" Thorarensen. 1000 Eyes er fyrsta lagið úr smiðju þeirra Sölva og Tiny, en einnig er von er á fyrsta laginu úr smiðju Sölva undir nafninu Halleluwah seinna í sumar.

Að undanförnu hefur 1000 Eyes verið spilað grimmt á öldum ljósvakans, en hlusta má á lagið hér fyrir ofan.

Við gerð myndbandsins við "1000 Eyes" leiddu saman hesta sína, þau Rakel Mjöll Leifsdóttir, Katrín Braga og Tiny. Rakel og Katrín hafa að undanförnu hotið verðskuldaða fyrir myndbandsgerð, ljósmyndun sem og umfjöllun um tísku, en þær starfrækja saman framleiðsluteymið Raketaproject.

Í tilefni af frumsýningu myndbandsins verður blásið í partí á Prikinu klukkan 22, með ölllu tilheyrandi. Þar verður myndbandið sýnt ásamt því sem boðið verður upp á drykki og með því og eru allir velkomnir.



Uppfært 6.7. 2012. Frágangur á myndbandinu stendur enn yfir og því verður frumsýningu þess frestað um nokkra daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.