Lífið

Tom Cruise tekjuhæstur í Hollywood

Þó svo að það gangi illa í persónulega lífi Tom Cruise þessa dagana, gengur honum vel í starfi. En eins og kunnugt er orðið hefur leikkonan Katie Holmes sótt um skilnað eftir 5 ára hjónaband.

Samkvæmt nýjum tekjulista Forbes tímaritsins er Tom Cruise hæstlaunaðasti leikarinn í Hollywood. Hann þénaði 75 milljónir dollara á síðasta ári sem nemur um 9 milljörðum króna.

Ekkert lát virðist á vinsældum hans en meðal mynda sem Cruise er með í pípunum eru Mission: Impossible 5, Top Gun 2, Van Helsing, All You Need Is Kill, Oblivion og Jack Reacher. Hægt er að sjá glænýtt sýnishorn úr þeirri síðastnefndu hér fyrir ofan.

Aðrir þekktir leikarar sem prýddu listann voru Leonardo DiCaprio, Ben Stiller, Johnny Depp og Robert Pattison.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.