Fótbolti

Donovan valinn í stjörnuliðið tólfta árið í röð

Landon Donovan.
Landon Donovan.
David Beckham og Thierry Henry verða í stjörnuliði MLS-deildarinnar sem mun mæta Chelsea í stjörnuleik MLS-deildarinnar þann 25. júlí næstkomandi. Líkt og í öðrum bandarískum íþróttum eru það aðdáendurnir sem velja í liðið. Það er aftur á móti þjálfari liðsins sem velur byrjunarliðið.

Landon Donovan er í liðinu en hann hefur verið valinn í stjörnuliðið tólf ár í röð.

Hérna er byrjunarlið stuðningsmannanna en eftir á að velja aðra leikmenn í hópinn en einhverjir þeirra gætu komist í byrjunarliðið.

Markvörður: Jimmy Nielsen (Sporting Kansas City)

Varnarmenn: Steven Beitashour (San Jose Earthquakes), Aurelien Collin (Sporting Kansas City), Jay DeMerit (Vancouver Whitecaps FC), Heath Pearce (New York Red Bulls)

Miðjumenn: David Beckham (LA Galaxy), Dwayne De Rosario (D.C. United), Landon Donovan (LA Galaxy), Graham Zusi (Sporting Kansas City)

Framherjar: Thierry Henry (New York Red Bulls), Chris Wondolowski (San Jose Earthquakes)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×