Sport

Einar Daði með fimmta lengsta stökkið - í 8. sæti eftir tvær greinar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Daði Lárusson.
Einar Daði Lárusson. Mynd/Stefano Begnis
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í 8. sæti eftir tvær greinar í tugþrautarkeppni Evrópumótsins í frjálsum en hann stökk lengst 7,33 metra í langstökkinu og fékk fyrir það 893 stig. Það voru bara fjórir sem stukku lengra en Einar Daði.

Einar Daði fékk fimm stigum færra fyrir langstökkið í dag en á mótinu í Kladno í Tékklandi fyrr í þessum mánuði. Einar Daði stökk þar 7,35 metra sem gaf honum 898 stig.

Einar stökk 6.96 metra í fyrsta stökki í dag og átti síðan sitt besta stökk í öðru stökki þar sem hann flaug 7,33 metra. Hann stökk síðan aðeins 5,61 metra í lokastökkinu.

Einar Daði er með 1729 stig eftir tvær greinar en í sinni bestu þraut í Tékklandi þá var hann með 1708 stig eftir fyrstu tvær greinarnar. Einar Daði byrjar því tugþrautina á EM mjög vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×