Viðskipti innlent

At­vinnu­leysi 2,8 pró­sent í júní

Atli Ísleifsson skrifar
Samkvæmt mælingu voru 5.400 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára atvinnulausir í júní.
Samkvæmt mælingu voru 5.400 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára atvinnulausir í júní. Vísir/Vilhelm

Atvinnuleysi mældist 2,8 prósent í júní 2025 samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofunnar sem birtist í morgun. Þar segir að árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi hafi verið 80 prósent og atvinnuþátttaka 82,3 prósent. 

„Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 0,3 prósentustig á milli mánaða. Hlutfall starfandi jókst um 1,4 prósentustig og atvinnuþátttaka jókst um 1,2 prósentustig.

Samkvæmt mælingu voru 5.400 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára atvinnulausir í júní og mælt atvinnuleysi var 2,2%, atvinnuþátttaka 85,1% og hlutfall starfandi var samkvæmt mælingu 83,3%,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×