Fótbolti

Gary Lineker gagnrýnir "meðferðina" á Beckham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham og Gary Lineker.
David Beckham og Gary Lineker. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gary Lineker, knattspyrnuspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, gegnrýndi það á twitter-síðu sinni í dag hvernig farið var með David Beckham í kringum valið á breska Ólympíuliðinu. Beckham var valinn í úrtakshópinn en í morgun kom svo í ljós að hann verður ekki valinn í breska landsliðið.

„Datt aldrei í hug að David Beckham yrði ekki valinn í breska landsliðið en Stuart Pearce hefur alltaf verið maður sem fer sínar eigin leiðir," skrifaði Gary Lineker.

„Þetta er mikil synd fyrir Beckham sem hefur gefið svo mikið til breska fótboltans og átti líka mikinn þátt í að leikarnir komu til London," skrifar Lineker.

„Það eru rök með og á móti því að velja Beckham. Það sem ég skil þó ekki er af hverju hann var dreginn á asnaeyrunum með því að velja hann í úrtakshópinn," skrifaði Lineker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×