Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin Karl Sigfússon skrifar 17. nóvember 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður „forsendubrestur". Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.Niðrandi alhæfingar Ég er 35 ára og tilheyri því óhjákvæmilega þessari sjálfhverfu kynslóð hans Sighvats, sem og allir mínir skólafélagar og vinir. Ég tilheyri líka þeim hópi fólks sem hefur verið að væla og skæla yfir ástandinu sem skapaðist við efnahagshrunið, enda ósáttur við stöðu mála. Ég kannast hins vegar ekki við að mín sjálfhverfa kynslóð hafi nokkuð með kvótabrask eða svindl á vistmönnum á Eir að gera – það verður Sighvatur að herma upp á aðila sem standa honum nær í aldri. Greinaskrif Sighvats höfðu því stuðandi áhrif á mig, bæði vegna ósanninda sem þar komu fram og ekki síður vegna niðrandi alhæfinga um mig og mína jafnaldra. Sighvatur tilheyrir kynslóð sem ég ber virðingu fyrir, kynslóð foreldra minna. Hann er eldri maður og virðulegur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Sighvatur fékk mig því til að efast eitt stundarkorn um eigin sannfæringu og sjálfsímynd. Hvort ég væri kannski þessi sjálfhverfa væluskjóða sem Sighvatur segir mig vera – vælandi yfir einhverjum ímynduðum „forsendubresti".Lúðrablástur og haldbær rök Ólíkt Sighvati, sem virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að rökstyðja sleggjudóma sína, þá hef ég afar ríka þörf fyrir að byggja lúðrablástur minn á haldföstum rökum. Ég fór því að skoða og greina talnagögn um skattframtöl einstaklinga af heimasíðu ríkisskattstjóra, með 15 ára kynslóðaskiptingu Sighvats að leiðarljósi. Markmið mitt var að rökstyðja hinn „meinta" forsendubrest sem Sighvatur vill meina að sé hreinn uppspuni sjálfhverfu kynslóðarinnar. Í stuttu máli sagt feykja gögn ríkisskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvinssonar langt á haf út. Út frá þessum gögnum er ljóst að sjálfhverfa kynslóðin tapaði öllum sínum eignum í efnahagshruninu og rúmlega það. Hrein eign (eignir mínus skuldir) 31-45 ára íslendinga féll úr 137 milljörðum niður í MÍNUS 8 milljarða á árunum 2006 til 2011 eða sem samsvarar lækkun upp á 106%. Á sama tímabili jókst eignastaða Sighvats og félaga hans, sem eru á aldrinum 61-75 ára, um 34%, úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Þegar hlutfallsleg eignastaða á milli kynslóða er skoðuð opinberast hin slæma staða þeirra yngri enn frekar. Hlutfallsleg eignastaða þeirra sem eru 45 ára og yngri hefur gjörsamlega hrunið í samanburði við aðrar kynslóðir eða frá því að vera um 20% af eignum allra einstaklinga á árunum frá 1996 - 2006 niður í það að vera MÍNUS 2% árið 2011. Á sama tíma hefur hlutfallsleg eignastaða Sighvats-kynslóðarinnar vaxið frá því að vera 29% árið 2006 í 44% árið 2011. Það sama er að segja um eignastöðu þeirra sem eru á aldrinum 76-90 ára, en eignastaða þess virðulega hóps var um 15% af heildareignum einstaklinga árið 2006 en er í dag um 23%. Varla getur slíkur vöxtur á eignum þeirra eldri talist eignahrun eins og Sighvatur heldur fram!Bláköld staðreynd Allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins er því algjör rökleysa. Hið rétta er að hér hefur átt sér stað gríðarleg eignatilfærsla milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyrandi eignabruna hjá yngri kynslóðunum. Ástæðuna er ekki hægt að rekja nema að litlu leyti til gengistryggðra lána eins og Sighvatur heldur fram, enda var aðeins lítill hluti landsmanna með slík lán. Réttara er að horfa til verðtryggðra fasteignalána sem meginástæðunnar fyrir eignatilfærslunni – lánafyrirkomulagi sem komið var í gagnið þegar ég var aðeins 4 ára gamall af samferðarmönnum Sighvats. Það væri nú langsótt að kenna mér og minni sjálfhverfu kynslóð um áhrifin af þessu meingallaða lánafyrirkomulagi! Hvað sem ástæðunni fyrir hinni gríðarlegu eignatilfærslu líður er það bláköld staðreynd að Íslendingar, 45 ára og yngri – meira en helmingur þjóðarinnar – hafa sem heild tapað öllum sínum eignum og 8 milljörðum betur á aðeins 5 árum. Ég spyr – er sjálfhverft að kalla slíkar efnahagshamfarir forsendubrest? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur farið mikinn í greinaskrifum í Fréttablaðinu síðustu daga þar sem hann fullyrðir að kynslóð Íslendinga á aldrinum 30-45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Sighvatur fullyrðir að umrædd kynslóð hugsi bara um sjálfa sig og sé algjörlega sama um allt og alla. Kvarti bara og kveini og heimti leiðréttingar á kjörum sínum á kostnað annarra á grundvelli þess að hér hafi orðið einhver ímyndaður „forsendubrestur". Sighvatur lætur einnig í veðri vaka að þessi kynslóð hafi ein og sér valdið efnahagshruninu, kvótabraski á landsbyggðinni og eignahruni gamla fólksins.Niðrandi alhæfingar Ég er 35 ára og tilheyri því óhjákvæmilega þessari sjálfhverfu kynslóð hans Sighvats, sem og allir mínir skólafélagar og vinir. Ég tilheyri líka þeim hópi fólks sem hefur verið að væla og skæla yfir ástandinu sem skapaðist við efnahagshrunið, enda ósáttur við stöðu mála. Ég kannast hins vegar ekki við að mín sjálfhverfa kynslóð hafi nokkuð með kvótabrask eða svindl á vistmönnum á Eir að gera – það verður Sighvatur að herma upp á aðila sem standa honum nær í aldri. Greinaskrif Sighvats höfðu því stuðandi áhrif á mig, bæði vegna ósanninda sem þar komu fram og ekki síður vegna niðrandi alhæfinga um mig og mína jafnaldra. Sighvatur tilheyrir kynslóð sem ég ber virðingu fyrir, kynslóð foreldra minna. Hann er eldri maður og virðulegur, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Sighvatur fékk mig því til að efast eitt stundarkorn um eigin sannfæringu og sjálfsímynd. Hvort ég væri kannski þessi sjálfhverfa væluskjóða sem Sighvatur segir mig vera – vælandi yfir einhverjum ímynduðum „forsendubresti".Lúðrablástur og haldbær rök Ólíkt Sighvati, sem virðist ekki hafa nokkra þörf fyrir að rökstyðja sleggjudóma sína, þá hef ég afar ríka þörf fyrir að byggja lúðrablástur minn á haldföstum rökum. Ég fór því að skoða og greina talnagögn um skattframtöl einstaklinga af heimasíðu ríkisskattstjóra, með 15 ára kynslóðaskiptingu Sighvats að leiðarljósi. Markmið mitt var að rökstyðja hinn „meinta" forsendubrest sem Sighvatur vill meina að sé hreinn uppspuni sjálfhverfu kynslóðarinnar. Í stuttu máli sagt feykja gögn ríkisskattstjóra fyrirlitningarfrussi Sighvats Björgvinssonar langt á haf út. Út frá þessum gögnum er ljóst að sjálfhverfa kynslóðin tapaði öllum sínum eignum í efnahagshruninu og rúmlega það. Hrein eign (eignir mínus skuldir) 31-45 ára íslendinga féll úr 137 milljörðum niður í MÍNUS 8 milljarða á árunum 2006 til 2011 eða sem samsvarar lækkun upp á 106%. Á sama tímabili jókst eignastaða Sighvats og félaga hans, sem eru á aldrinum 61-75 ára, um 34%, úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Þegar hlutfallsleg eignastaða á milli kynslóða er skoðuð opinberast hin slæma staða þeirra yngri enn frekar. Hlutfallsleg eignastaða þeirra sem eru 45 ára og yngri hefur gjörsamlega hrunið í samanburði við aðrar kynslóðir eða frá því að vera um 20% af eignum allra einstaklinga á árunum frá 1996 - 2006 niður í það að vera MÍNUS 2% árið 2011. Á sama tíma hefur hlutfallsleg eignastaða Sighvats-kynslóðarinnar vaxið frá því að vera 29% árið 2006 í 44% árið 2011. Það sama er að segja um eignastöðu þeirra sem eru á aldrinum 76-90 ára, en eignastaða þess virðulega hóps var um 15% af heildareignum einstaklinga árið 2006 en er í dag um 23%. Varla getur slíkur vöxtur á eignum þeirra eldri talist eignahrun eins og Sighvatur heldur fram!Bláköld staðreynd Allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins er því algjör rökleysa. Hið rétta er að hér hefur átt sér stað gríðarleg eignatilfærsla milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyrandi eignabruna hjá yngri kynslóðunum. Ástæðuna er ekki hægt að rekja nema að litlu leyti til gengistryggðra lána eins og Sighvatur heldur fram, enda var aðeins lítill hluti landsmanna með slík lán. Réttara er að horfa til verðtryggðra fasteignalána sem meginástæðunnar fyrir eignatilfærslunni – lánafyrirkomulagi sem komið var í gagnið þegar ég var aðeins 4 ára gamall af samferðarmönnum Sighvats. Það væri nú langsótt að kenna mér og minni sjálfhverfu kynslóð um áhrifin af þessu meingallaða lánafyrirkomulagi! Hvað sem ástæðunni fyrir hinni gríðarlegu eignatilfærslu líður er það bláköld staðreynd að Íslendingar, 45 ára og yngri – meira en helmingur þjóðarinnar – hafa sem heild tapað öllum sínum eignum og 8 milljörðum betur á aðeins 5 árum. Ég spyr – er sjálfhverft að kalla slíkar efnahagshamfarir forsendubrest?
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar