Innlent

Frambjóðendur svara spurningum Vísis

Vísir spurði alla frambjóðendur til embættis forseta Íslands út í nokkur af helstu álitamálum sem snerta embættið og sýn þeirra það. Á meðal þess sem Vísi lék forvitni á að vita er hvort forseti Íslands á að þeirra mati, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands. Einnig hvort frambjóðendur telji að leggja eigi embættið niður, eins og stundum er rætt um.

Þau Andrea Ólafsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Ástþór Magnússon, Hannes Bjarnason, Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir svöruðu öll spurningum Vísis. Herdís Þorgeirsdóttir hefur ekki enn séð sér fært að svara.

Spurningarnar sem frambjóðendur voru spurðir:

1. Á hvað myndir þú leggja áherslu á þegar þú, sem forseti, værir að kynna Ísland á erlendum vettvangi?

2. Myndir þú beita málskotsréttinum ef Alþingi myndi samþykkja að selja Landsbankann á 200 milljarða til fjárfesta á einkamarkaði, og 30 þúsund Íslendingar myndu skrifa undir áskorun til forsetans um að nýta málskotsréttinn? Ef nei, af hverju ekki? Ef já, af hverju?

3. Á forseti Íslands að kynna íslenskt atvinnulíf á erlendum vettvangi? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju?

4. Á forseti Íslands, undir einhverjum kringumstæðum, að tala gegn stefnu ríkisstjórnar Íslands? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju?

5. Þau sjónarmið hafa komið fram, að það eigi að leggja embætti forseta Íslands niður. Hvað finnst þér um þau sjónarmið?

6. Hvers vegna vilt þú verða forseti Íslands (áfram í tilviki ÓRG) á þessum tíma?

7. Hvað hefur helst breyst á Íslandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008?

8. Hver yrðu helst þín áherslumál í embætti forseta?

9. Getur forseti Íslands verið sameiningartákn þjóðarinnar? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju?

10. Ertu hlynnt/hlynntur tillögum stjórnarlagaráðs að breyttri stjórnarskrá fyrir Ísland? Ef nei, þá af hverju ekki, og ef já, þá af hverju?




Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×