Erlent

Söguleg yfirlýsing Obama: Styður hjónabönd samkynhneigðra

Barack Obama og Michelle Obama ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, sem var fyrsti forsætisráðherran sem opinberaði samkynhneigð sína.
Barack Obama og Michelle Obama ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra Íslands, sem var fyrsti forsætisráðherran sem opinberaði samkynhneigð sína.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum í kvöld að hann myndi styðja hjónabönd samkynhneigðra. Yfirlýsing hans er söguleg því hann er fyrsti forsetinn í sögu landsins sem opinberar þessa skoðun á málinu.

Nokkur þrýstingur hefur verið á forsetanum síðustu daga að taka afstöðu til málsins eftir að Joe Biden, varaforseti, sagði að eðlilegt væri að fólk af sama kyni gengi í hjónaband. Mitt Romney, sem er líklegastur til að vera forsetaframbjóðandi Repúblikana, hefur sagt að hjónaband eigi að vera á milli konu og karls.

Obama sagði í kvöld að hann hefði rætt við eiginkonu sína, Michelle Obama, um málið og þau væru bæði stuðningsmenn þess að samkynhneigðir gifti sig.

„Þegar öllu er á botninn hvolft þá er það að koma vel fram við annað fólk meðal þeirra gilda sem skipta okkur Michelle mestu máli. Þetta kennum við börnunum okkar og hvetur mig til dáða í forsetastarfinu. Og ég hef áttað mig á því að því samkvæmari sem ég er sjálfum mér í þessu málefni, því betri faðir verð ég, betri eiginmaður og vonandi betri forseti," sagði Obama.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×