Lífið

Greindist hjá heimilislækninum

Helga Þóra Jónsdóttir, kirkjuvörður í Fossvogskirkju ráðleggur konum að hlusta vel á líkamann.
Helga Þóra Jónsdóttir, kirkjuvörður í Fossvogskirkju ráðleggur konum að hlusta vel á líkamann.
Helga var aðeins 51 árs gömul þegar hún fékk hjartaáfall. „Ég var búin að ganga með bakverk og tak fyrir brjóstinu í svolítinn tíma." Helga greindist með hjartaáfall hjá heimilislækni sínum og fór þaðan í hjartaþræðingu og fékk stoðnet í æð sem var 100% stífluð. „Ég fór í endurhæfingu á Reykjalundi sem var yndislegt og í dag stunda ég reglubundnar æfingar og líður mjög vel."



„Ég ráðlegg öðrum konum að hlusta á líkamann og kynna sér vel hvernig hjartasjúkdómar geta herjað á okkur konur." Í dag lifir Helga heilbrigðu lífi og er þakklát fyrir hvern dag.



Helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum


-Aldur

-Reykingar. Kona sem reykir er í fjórfalt meiri áhættu en karl sem reykir

-Sykursýki er alvarlegur áhættuþáttur hjá konum

-Blóðfituröskun

-Háþrýstingur

-Ættarsaga um kransæðasjúkdóm hjá 1. gráðu ættingjum

-Ofþyngd

-Hreyfingarleysi

Einkenni hjartaáfalls og heilaslags - Konur eru líklegri til að upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls:

-Óútskýrðan slappleika eða þreytu

-Óeðlilegt kvíðakast eða verða taugaóstyrkar

-Meltingartruflanir eða verk vegna uppþembu

-Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni hjartaáfalls:

-Þyngsl eða verk fyrir brjósti eða fyrir neðan bringubein

-Óþægindi eða verk milli herðablaða, í hálsi, kjálka eða magaverk sem kemur við áreynslu og hverfur við hvíld og getur verið fyrirboði kransæðastíflu

-Stöðugan verk fyrir brjósti e.t.v. með ógleði og kaldsvita sem getur verið einkenni um bráðakransæðastíflu og krefst tafarlausrar meðferðar

-Konur og karlar upplifa eftirfarandi einkenni heilaslags:

-Dofa eða máttleysi í andliti, handlegg eða fæti, aðallega í öðrum helmingi líkamans

-Ringlun, erfiðleika með að tala eða að skilja

-Erfiðleika með að sjá með öðru eða báðum augum

-Erfiðleika með gang, svima, skort á jafnvægi eða samhæfingu

-Slæman höfuðverk af óþekktri orsök

-Yfirlið eða meðvitundarleysi



Sjá má nánari umfjöllun í Lífinu, fylgiblaði Fréttablaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.