Höfnum hækkun bílastæðagjalda Snædís Karlsdóttir skrifar 29. mars 2012 06:00 Ég bjó einu sinni í Þingholtunum með móður minni. Við þá götu eru stöðumælar sem hafa alla tíð valdið mér miklu hugarangri. Þegar vinir og fjölskylda hugðust heimsækja mig þurftu þau að sætta sig við það að borga fyrir það að leggja bílnum í ásættanlegri fjarlægð frá húsinu. Þessi tiltekna gata er bara venjuleg íbúðargata og hún liggur að Skólavörðustígnum. Stöðumælarnir eru þó ekki alslæmir. Þegar ég bjó þarna sá ég að klinkið sem gestirnir þurftu að greiða í mælana er fórnarkostnaður þess að stæðin séu ekki teppt allan liðlangan daginn af fólki sem vinnur í nágrenninu. Ég lærði því að lifa í sátt við þá, því það er jú illskárri kostur að bjóða gestum upp á gjaldskyld stæði frekar en engin stæði. Það er rétt að taka það strax fram að ég hef setið báðum megin borðsins í þessu máli því nú er ég flutt úr miðbænum og því búin að taka að mér hlutverk gests stöðumælasvæðisins. Þegar ég fer að heimsækja móður mína, sem gerist nánast daglega, þá verð ég að borga í stöðumæli ellegar sitja uppi með himinháar sektir. Í mínu tilfelli gerir þetta það að verkum að ég reyni að koma ekki nema þegar stöðumælarnir eru í „fríi“, sem er eftir kl. 18 á virkum dögum. Þetta er það sem kaupmenn miðbæjarins þurfa líka að sætta sig við. Eðlilega vill enginn hafa stöðumæla fyrir utan verslunina sína en ef það er það sem þarf til þess að stæðin séu ekki í notkun allan daginn af öðrum en viðskiptavinum þá eru kostir þeirra fleiri en gallarnir. Hlutverk gjaldskyldra stæðaSýn mín á gjaldskyld stæði er því þessi; gjaldskyldan er í þágu okkar allra. Ég hef aldrei litið þannig á það að ég sé að borga fyrir það eitt að fá að leggja bílnum mínum þegar ég set pening í stöðumæli enda væri það fráleitt að það kostaði að leggja í einu hverfi en ekki öðru. Ég hef litið á það þannig að þetta væri allt í þágu íbúa svæðisins, af ofangreindum ástæðum, og ekki síður þeirra sem reka fyrirtæki þar. Að leggja í þessi stæði á ekki að vera mikill kostnaður nema að þú sért í því allan daginn. Þeir sem þurfa að stoppa á þessum gjaldskyldu stæðum í lengri tíma hafa þess kost að leggja í bílastæðahús sem er mun hagstæðara. Reyndar finnst mér að það ætti að vera frítt fyrsta klukkutímann til þess að fleiri myndu nota húsin en það er kannski aðeins út fyrir efnið að svo stöddu. Skert samkeppnishæfni verslana svæðisinsStjórn FUF í Reykjavík birti nýlega eftirfarandi ályktun: Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík mótmælir öllum hugmyndum um hækkun bílastæðagjalda í miðborg Reykjavíkur. Þessi aðgerð mun fæla fólk frá hverfinu og veikja samkeppnishæfni verslana í miðborginni. Ungir framsóknarmenn í Reykjavík minna á það að stöðumælarnir eru nú þegar að þjóna tilgangi sínum sem er að rýma stæðin reglulega og tökum við því undir með verslunareigendum að hækkunin sé fullkomlega óþörf. Tilefni ályktunarinnar er að nú stendur til að hækka gjald fyrir bílastæðin úr 150 kr. á klst. í 250 kr. og lengja gjaldskyldan tíma. Tillögunni hefur nú þegar verið beint til borgarráðs og ef hún verður staðfest er áformað að þetta taki gildi 15. apríl næstkomandi. Að nota stöðumælana til þess að auka innkomu borgarinnar þegar þrengir að er augljóslega á skjön við þær hugmyndir sem ég hef um notagildi mælanna. Þeir verslunareigendur sem þegar hafa tjáð sig um málið eru sammála um að flæðið í og úr stæðunum er fullkomlega ásættanlegt í núverandi ástandi og sem fyrrverandi íbúi og tíður gestur svæðisins er ég því sammála. Úr tilkynningu frá Reykjavíkurborg er þessi hækkun m.a. réttlætt með því að skýra frá því að þessi gjöld séu mun hærri í borgum skandinavískra frænda okkar. Þetta þykir mér þunn rök í ljósi stöðu margra verslana miðborgarinnar okkar. Við vitum öll, sem kærum okkur um að vita, að það hefur verið mikið vandamál að fá Íslendinga til þess að klæða sig í gallann yfir vetrarmánuðina og nota Laugaveginn til jafns við verslunarmiðstöðvarnar. Illa ígrundaðar og illa tímasettar hækkanir gætu fælt þá fáu sem þó gera það frá sem myndi fljótt skila sér út í verðlagið og setja af stað dómínóáhrif í gegnum veikar stoðir samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dýravernd - frumbyggjahættir Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stórstraumsfjara mæld - HMS ráðþrota Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Sýnum fordómum ekki umburðarlyndi Snorri Sturluson skrifar Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Sjá meira
Ég bjó einu sinni í Þingholtunum með móður minni. Við þá götu eru stöðumælar sem hafa alla tíð valdið mér miklu hugarangri. Þegar vinir og fjölskylda hugðust heimsækja mig þurftu þau að sætta sig við það að borga fyrir það að leggja bílnum í ásættanlegri fjarlægð frá húsinu. Þessi tiltekna gata er bara venjuleg íbúðargata og hún liggur að Skólavörðustígnum. Stöðumælarnir eru þó ekki alslæmir. Þegar ég bjó þarna sá ég að klinkið sem gestirnir þurftu að greiða í mælana er fórnarkostnaður þess að stæðin séu ekki teppt allan liðlangan daginn af fólki sem vinnur í nágrenninu. Ég lærði því að lifa í sátt við þá, því það er jú illskárri kostur að bjóða gestum upp á gjaldskyld stæði frekar en engin stæði. Það er rétt að taka það strax fram að ég hef setið báðum megin borðsins í þessu máli því nú er ég flutt úr miðbænum og því búin að taka að mér hlutverk gests stöðumælasvæðisins. Þegar ég fer að heimsækja móður mína, sem gerist nánast daglega, þá verð ég að borga í stöðumæli ellegar sitja uppi með himinháar sektir. Í mínu tilfelli gerir þetta það að verkum að ég reyni að koma ekki nema þegar stöðumælarnir eru í „fríi“, sem er eftir kl. 18 á virkum dögum. Þetta er það sem kaupmenn miðbæjarins þurfa líka að sætta sig við. Eðlilega vill enginn hafa stöðumæla fyrir utan verslunina sína en ef það er það sem þarf til þess að stæðin séu ekki í notkun allan daginn af öðrum en viðskiptavinum þá eru kostir þeirra fleiri en gallarnir. Hlutverk gjaldskyldra stæðaSýn mín á gjaldskyld stæði er því þessi; gjaldskyldan er í þágu okkar allra. Ég hef aldrei litið þannig á það að ég sé að borga fyrir það eitt að fá að leggja bílnum mínum þegar ég set pening í stöðumæli enda væri það fráleitt að það kostaði að leggja í einu hverfi en ekki öðru. Ég hef litið á það þannig að þetta væri allt í þágu íbúa svæðisins, af ofangreindum ástæðum, og ekki síður þeirra sem reka fyrirtæki þar. Að leggja í þessi stæði á ekki að vera mikill kostnaður nema að þú sért í því allan daginn. Þeir sem þurfa að stoppa á þessum gjaldskyldu stæðum í lengri tíma hafa þess kost að leggja í bílastæðahús sem er mun hagstæðara. Reyndar finnst mér að það ætti að vera frítt fyrsta klukkutímann til þess að fleiri myndu nota húsin en það er kannski aðeins út fyrir efnið að svo stöddu. Skert samkeppnishæfni verslana svæðisinsStjórn FUF í Reykjavík birti nýlega eftirfarandi ályktun: Stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík mótmælir öllum hugmyndum um hækkun bílastæðagjalda í miðborg Reykjavíkur. Þessi aðgerð mun fæla fólk frá hverfinu og veikja samkeppnishæfni verslana í miðborginni. Ungir framsóknarmenn í Reykjavík minna á það að stöðumælarnir eru nú þegar að þjóna tilgangi sínum sem er að rýma stæðin reglulega og tökum við því undir með verslunareigendum að hækkunin sé fullkomlega óþörf. Tilefni ályktunarinnar er að nú stendur til að hækka gjald fyrir bílastæðin úr 150 kr. á klst. í 250 kr. og lengja gjaldskyldan tíma. Tillögunni hefur nú þegar verið beint til borgarráðs og ef hún verður staðfest er áformað að þetta taki gildi 15. apríl næstkomandi. Að nota stöðumælana til þess að auka innkomu borgarinnar þegar þrengir að er augljóslega á skjön við þær hugmyndir sem ég hef um notagildi mælanna. Þeir verslunareigendur sem þegar hafa tjáð sig um málið eru sammála um að flæðið í og úr stæðunum er fullkomlega ásættanlegt í núverandi ástandi og sem fyrrverandi íbúi og tíður gestur svæðisins er ég því sammála. Úr tilkynningu frá Reykjavíkurborg er þessi hækkun m.a. réttlætt með því að skýra frá því að þessi gjöld séu mun hærri í borgum skandinavískra frænda okkar. Þetta þykir mér þunn rök í ljósi stöðu margra verslana miðborgarinnar okkar. Við vitum öll, sem kærum okkur um að vita, að það hefur verið mikið vandamál að fá Íslendinga til þess að klæða sig í gallann yfir vetrarmánuðina og nota Laugaveginn til jafns við verslunarmiðstöðvarnar. Illa ígrundaðar og illa tímasettar hækkanir gætu fælt þá fáu sem þó gera það frá sem myndi fljótt skila sér út í verðlagið og setja af stað dómínóáhrif í gegnum veikar stoðir samfélagsins.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun