Tók upp samtal sitt við bæjarlögmann Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. mars 2012 10:46 Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, tók upp samtal sitt við Þórð Clausen bæjarlögmann þar sem hann mun hafa lagt að henni að breyta framburði sínum í sakamáli sem höfðað hefur verið á hendur stjórn sjóðsins. Áður hefur komið fram að markmiðið með samtalinu hafi verið að fá sakborninga til að halda því fram fyrir dómi að Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum, hafi beitt hræðsluáróðri til að hafa sitt fram við stjórnun sjóðsins. Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sendi fyrir hönd Sigrúnar Ágústu kemur fram að föstudaginn 6. janúar síðastliðinn hafi verið hringt var úr símanúmeri Kópvogsbæjar. „Sigrúnu fannst símtalið óviðeigandi og skrifaði því símtalið upp. Í símtalinu sagði bæjarlögmaðurinn að hann hefði verið í sambandi við tvo meðákærðu í máli Héraðsdóms Reykjaness nr. S-11/2012 og þau væru sammála að vörn ákærðu í málinu væri sú að halda því statt og stöðugt fram að meðákærði Gunnar Birgisson hafi verið hugmyndasmiðurinn að baki lánveitingum Lífeyrissjóðs Kópavogs til Kópavogsbæjar og hann hafi beitt ákærðu hótunum til þess að fá þau til þess að lúta hans vilja. Gunnar væri því höfuðpaurinn í málinu," segir í yfirlýsingunni. Þann 11. janúar síðastliðinn hafi Sigrún hringt í bæjarlögmanninn, til þess að fá nánari útskýringar á því hvað hann hefði verið að fara í fyrra símtalinu. „Símtalið var tekið upp og staðfestir upptakan að bæjarlögmaðurinn var að beita sér fyrir því að fá ákærðu til þess samræma framburði sína og varpa sök á Gunnar Inga Birgisson í sakamálinu," segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt frásögn Sigrúnar Ágústu sagði bæjarlögmaðurinn meðal annars í símtalinu: „Ég er búinn að ræða við þau bæði Sigrúnu (Guðmundsdóttur innskot) og Jón Júl og þið verðið öll að láta það koma skýrt fram að sko að sá sem stjórnar ferðinni í þessu öllu frá a-ö er Gunnar Ingi Birgisson." Þessar skýringar Sigrúnar Ágústu eru þvert á skýringar Þórðar Clausen bæjarlögmanns sem sagði í gær að ráðleggingar sínar til hennar hafi fyrst og fremst verið þær að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Þá segir Þórður að samskipti sín við Sigrúnu Ágústu hafi verið að hennar frumkvæði. Tengdar fréttir Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: 27. mars 2012 14:18 Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar, tók upp samtal sitt við Þórð Clausen bæjarlögmann þar sem hann mun hafa lagt að henni að breyta framburði sínum í sakamáli sem höfðað hefur verið á hendur stjórn sjóðsins. Áður hefur komið fram að markmiðið með samtalinu hafi verið að fá sakborninga til að halda því fram fyrir dómi að Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum, hafi beitt hræðsluáróðri til að hafa sitt fram við stjórnun sjóðsins. Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður sendi fyrir hönd Sigrúnar Ágústu kemur fram að föstudaginn 6. janúar síðastliðinn hafi verið hringt var úr símanúmeri Kópvogsbæjar. „Sigrúnu fannst símtalið óviðeigandi og skrifaði því símtalið upp. Í símtalinu sagði bæjarlögmaðurinn að hann hefði verið í sambandi við tvo meðákærðu í máli Héraðsdóms Reykjaness nr. S-11/2012 og þau væru sammála að vörn ákærðu í málinu væri sú að halda því statt og stöðugt fram að meðákærði Gunnar Birgisson hafi verið hugmyndasmiðurinn að baki lánveitingum Lífeyrissjóðs Kópavogs til Kópavogsbæjar og hann hafi beitt ákærðu hótunum til þess að fá þau til þess að lúta hans vilja. Gunnar væri því höfuðpaurinn í málinu," segir í yfirlýsingunni. Þann 11. janúar síðastliðinn hafi Sigrún hringt í bæjarlögmanninn, til þess að fá nánari útskýringar á því hvað hann hefði verið að fara í fyrra símtalinu. „Símtalið var tekið upp og staðfestir upptakan að bæjarlögmaðurinn var að beita sér fyrir því að fá ákærðu til þess samræma framburði sína og varpa sök á Gunnar Inga Birgisson í sakamálinu," segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt frásögn Sigrúnar Ágústu sagði bæjarlögmaðurinn meðal annars í símtalinu: „Ég er búinn að ræða við þau bæði Sigrúnu (Guðmundsdóttur innskot) og Jón Júl og þið verðið öll að láta það koma skýrt fram að sko að sá sem stjórnar ferðinni í þessu öllu frá a-ö er Gunnar Ingi Birgisson." Þessar skýringar Sigrúnar Ágústu eru þvert á skýringar Þórðar Clausen bæjarlögmanns sem sagði í gær að ráðleggingar sínar til hennar hafi fyrst og fremst verið þær að segja satt og rétt frá, og skýra frá þeim samskiptum sem hún hafði átt við stjórnarformann lífeyrissjóðsins og aðdraganda yfirlýsingar þeirrar sem send var til FME. Þá segir Þórður að samskipti sín við Sigrúnu Ágústu hafi verið að hennar frumkvæði.
Tengdar fréttir Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: 27. mars 2012 14:18 Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Bæjarlögmaðurinn segir ásakanir fráleitar Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögfræðingur Kópavogs, segir það af og frá að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni á fundi sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Orðrétt segir Þórður í yfirlýsingu sem hann sendi á fjölmiðla: 27. mars 2012 14:18
Bæjarlögmaður sakaður um að reyna að hafa áhrif á vitni Bæjarlögmaður Kópavogs, Þórður Clausen Þórðarson, á að hafa lagt til við Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Kópavogs, um að hún hagaði skýrslugjöf sinni fyrir dómi með þeim hætti að Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar, hefði beitt hræðslustjórnun þegar hann fór með völdin í bænum - og þannig stjórnað öllu ferli sjóðsins. 27. mars 2012 09:48