Sjálfsfróun góð leið til slökunar 22. nóvember 2012 00:01 Góð slökun Sjálfsfróun er frábær leið til að slaka á. Sjálfsfróun er einnig kjörin leið til að læra á eigin líkama. nordicphotos/getty Ég er 18 ára stúlka og hef aldrei verið í sambandi. Hins vegar hugsa ég mjög oft um kynlíf og/eða dagdreymi um það. Einnig hef ég lesið mér mikið til um kynlíf og allt sem því fylgir og bíð oft spennt eftir að lesa þínar greinar, sem eru í algjöru samræmi við allt sem ég hef lesið. Eins og ég nefndi áðan hef ég aldrei verið í sambandi en miðað við það litla sem ég hef upplifað og gert sjálf, varð ég mjög vör um sjálfa mig og mína kynhvöt. Núna hugsa ég nærri því stanslaust um kynlíf og hvenær ég gæti haft tíma til að stunda sjálfsfróun (og geri það reglulega). Mín spurning er: Þegar maður stundar sjálfsfróun, kannski oftar en einu sinni á klukkutíma, gerist eitthvað annað en bara líkamleg þreyta? Ég hef lesið á netinu að maður gæti misst kaloríur á því að stunda sjálfsfróun, ætti það að hafa einhver áhrif á þyngd mína eða hvort að ég léttist? Allt sem ég veit um kynlíf hef ég fundið sjálf á netinu, kynlífsfræðsla í grunnskólanum mínum var ekki mjög mikil og man ég lítið eftir henni. ...SVAR Þegar stórt er spurt, er margt um svör! Það er fullkomlega eðlilegt að vera forvitin um kynlíf og að hugsa um það. Þú þarft ekkert að hafa verið í sambandi eða stunda kynlíf með einhverjum öðrum til að geta notið þess og langað í meira. Við eigum endalaust inni af fullnægingum en ég myndi passa að hlusta á píkuna og ef hún er orðin þreytt (eða höndin) þá getur verið gott að gera smá hlé. Það er samt frábært að þú skulir stunda sjálfsfróun og þar mættu fleiri konur taka þig sér til fyrirmyndar því þetta er kjörin leið til að læra á eigin líkama og svala kynlífslöngun. Þetta er einnig lærdómur sem kemur sér vel fyrir þig ef þú stundar kynlíf með öðrum síðar. Það eru til ýmsar tilgátur um brennslu hitaeininga í kynlífi en nú þekki ég það ekki nægilega vel til að tjá mig um það. Ef þú ert að pæla í þessu sem einhvers konar brennslu þá gætirðu eflaust haft púlsmæli og reynt frumlegar stellingar og ákveðinn hamagang við fróunina. Eða farið fyrst að hreyfa þig og verðlaunað eftir á með smá kósístund í rólegheitum. Sjálfsfróun er frábær leið til slaka á, fá hamingjuhormón til að streyma um líkamann og jafnvel slá á verki eins og höfuðverk eða vegna blæðinga. Njóttu þess að veita sjálfri þér unað og fræðast um kynlíf. Sambönd og allt það kemur svo bara seinna. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Ég er 18 ára stúlka og hef aldrei verið í sambandi. Hins vegar hugsa ég mjög oft um kynlíf og/eða dagdreymi um það. Einnig hef ég lesið mér mikið til um kynlíf og allt sem því fylgir og bíð oft spennt eftir að lesa þínar greinar, sem eru í algjöru samræmi við allt sem ég hef lesið. Eins og ég nefndi áðan hef ég aldrei verið í sambandi en miðað við það litla sem ég hef upplifað og gert sjálf, varð ég mjög vör um sjálfa mig og mína kynhvöt. Núna hugsa ég nærri því stanslaust um kynlíf og hvenær ég gæti haft tíma til að stunda sjálfsfróun (og geri það reglulega). Mín spurning er: Þegar maður stundar sjálfsfróun, kannski oftar en einu sinni á klukkutíma, gerist eitthvað annað en bara líkamleg þreyta? Ég hef lesið á netinu að maður gæti misst kaloríur á því að stunda sjálfsfróun, ætti það að hafa einhver áhrif á þyngd mína eða hvort að ég léttist? Allt sem ég veit um kynlíf hef ég fundið sjálf á netinu, kynlífsfræðsla í grunnskólanum mínum var ekki mjög mikil og man ég lítið eftir henni. ...SVAR Þegar stórt er spurt, er margt um svör! Það er fullkomlega eðlilegt að vera forvitin um kynlíf og að hugsa um það. Þú þarft ekkert að hafa verið í sambandi eða stunda kynlíf með einhverjum öðrum til að geta notið þess og langað í meira. Við eigum endalaust inni af fullnægingum en ég myndi passa að hlusta á píkuna og ef hún er orðin þreytt (eða höndin) þá getur verið gott að gera smá hlé. Það er samt frábært að þú skulir stunda sjálfsfróun og þar mættu fleiri konur taka þig sér til fyrirmyndar því þetta er kjörin leið til að læra á eigin líkama og svala kynlífslöngun. Þetta er einnig lærdómur sem kemur sér vel fyrir þig ef þú stundar kynlíf með öðrum síðar. Það eru til ýmsar tilgátur um brennslu hitaeininga í kynlífi en nú þekki ég það ekki nægilega vel til að tjá mig um það. Ef þú ert að pæla í þessu sem einhvers konar brennslu þá gætirðu eflaust haft púlsmæli og reynt frumlegar stellingar og ákveðinn hamagang við fróunina. Eða farið fyrst að hreyfa þig og verðlaunað eftir á með smá kósístund í rólegheitum. Sjálfsfróun er frábær leið til slaka á, fá hamingjuhormón til að streyma um líkamann og jafnvel slá á verki eins og höfuðverk eða vegna blæðinga. Njóttu þess að veita sjálfri þér unað og fræðast um kynlíf. Sambönd og allt það kemur svo bara seinna.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira