Endurteknar rangfærslur um erfðabreytt matvæli Jón Hallsteinn Hallsson skrifar 21. desember 2012 06:00 Í nýlegri grein í Fréttablaðinu heldur Sandra B. Jónsdóttir (Sandra Best) uppteknum hætti og ber á borð fyrir lesendur rangfærslur um erfðabreytt matvæli. Sandra fjallar nú í annað skipti um niðurstöður franskra vísindamanna sem, undir forystu Gilles-Eric Séralini, töldu sig sýna að neysla á erfðabreyttum maís gæti valdið bæði æxlismyndun og ótímabærum dauðsföllum í rottum. Í þessari nýjustu grein sinni segir Sandra „[f]ranska rannsóknin sem Séralini o.fl. gerðu komst að því að taka hefði átt niðurstöður tilrauna Monsanto um eitrunaráhrif mun alvarlegar" og kallar rannsóknina „vakningu til stjórnvalda og eftirlitsaðila allra landa". Gallinn er hins vegar sá að franska rannsóknin komst ekki að neinu, um það eru flestir sammála, m.a. eftirlitsaðilar fjölmargra landa. Það er nefnilega þannig að óháð því hvað fólki finnst um tölfræði skiptir hún máli í vísindum og í því tilfelli sem hér um ræðir var tilraunauppsetning og tölfræðileg úrvinnsla með þeim hætti að niðurstöðurnar styðja hvorki ályktanir Séralini né hræðsluáróður Söndru. Ómarktækt Söndru verður tíðrætt um „líftækniiðnaðinn" í greinum sínum, og má ljóst vera að tilgangurinn er að gera þá sem ekki deila skoðunum hennar tortryggilega í augum lesenda. Í grein sinni segir Sandra „[l]íftækniiðnaðurinn brást hart við frönsku rannsókninni" og „[h]ið sama gerir gengi nokkurra íslenskra vísindamanna sem auðsjáanlega telja það atvinnu- og fjárhagslegum hagsmunum sínum fyrir bestu". Dylgjur af þessu tagi dæma sig sjálfar. En ef málið væri nú svo einfalt að líftækniiðnaðurinn væri hér að verja hagsmuni sína í samstarfi við „gengi nokkurra íslenskra vísindamanna" ætti Söndru að reynast það létt verk að fletta ofan af samsærinu. Mergur málsins er hins vegar sá að mjög fáir hafa tekið til varna fyrir rannsókn Séralini, ef frá eru taldir aðilar sem hafa þá bjargföstu og jafnframt óstaðfestu trú að erfðabreytt matvæli séu stórhættuleg. Fjölmargar evrópskar stofnanir á vegum stjórnvalda hafa sent frá sér umsagnir um rannsókn Séralini og það er fróðlegt að sjá hvort umsagnir þeirra séu samhljóða skoðunum Söndru. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) segir um rannsókn Séralini að hún sé „ófullnægjandi hvað varðar tilraunaskipulag, greiningu og birtingu niðurstaðna". Bundesinstitut für Risikobewertung (BfR) í Þýskalandi segir að niðurstöður rannsóknarinnar styðji ekki ályktanir Séralini „vegna galla í tilraunauppsetningu…". Danska matvælastofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að ómögulegt sé að draga ályktanir um áhrif erfðabreytinga á heilsu byggt á grein Séralini sem þeir segja af „litlum faglegum gæðum". ANSES og HCB (Haut Conseil des biotechnologies) fóru yfir málið fyrir frönsk stjórnvöld og niðurstöðurnar voru þær að tilraunauppsetning væri röng, lýsing niðurstaðna ófullnægjandi, ályktanir ekki rökstuddar og því ekki ástæða til að endurskoða áhættumat á umræddum maís (ofangreindar skýrslur má nálgast hér http://www.efsa.europa.eu/en/efsajournal/pub/2986.htm). Niðurstöður fjölmargra annarra eftirlitsstofnana eru sambærilegar. Sandra hefur áður gefið í skyn að EFSA hafi óeðlileg tengsl við líftækniiðnaðinn og sé þ.a.l. ekki marktæk í umræðunni, en mikill er máttur líftækniiðnaðarins ef hann hefur tangarhald á öllum þeim stofnunum sem lýst hafa rannsókn Séralini ómarktæka. Samdóma álit þessara opinberu aðila og fjölmargra vísindamanna er einfaldlega að rannsóknin sem um ræðir sé ómarktæk og veiti engar nýjar upplýsingar um áhrif erfðabreyttra matvæla á heilsu. Afneitunariðnaðurinn Eftir því sem reynslan af nýtingu erfðatækni í landbúnaði og matvælaframleiðslu eykst kemur betur og betur í ljós að erfðatæknin er ekki varhugaverð sem slík. Þetta er meðal annars niðurstaða nýlegrar skýrslu Evrópusambandsins (http://ec.europa.eu/research/biosociety/pdf/a_decade_of_eu-funded_gmo_research.pdf). En þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og fjölmarga augljósa kosti erfðatækninnar fer mikið fyrir hópi fólks sem grípur sérhvert tækifæri til að halda fram þeirri skoðun að erfðatæknin sé stórhættuleg og að notkun hennar eigi jafnvel að banna með öllu, sér í lagi notkun hennar í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Þessar kröfur byggja þó ekki á vísindum heldur áróðri og endurteknum rangfærslum óháð vísindaniðurstöðum. Málflutningurinn líkist þannig helst málflutningi afneitunarsinna sem mikið hefur borið á í umræðunni um loftslagsmál. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld sjái í gegnum þennan áróður og styðjist við niðurstöður vísindanna í þessu máli rétt eins og þau hafa ákveðið að gera í loftslagsmálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein í Fréttablaðinu heldur Sandra B. Jónsdóttir (Sandra Best) uppteknum hætti og ber á borð fyrir lesendur rangfærslur um erfðabreytt matvæli. Sandra fjallar nú í annað skipti um niðurstöður franskra vísindamanna sem, undir forystu Gilles-Eric Séralini, töldu sig sýna að neysla á erfðabreyttum maís gæti valdið bæði æxlismyndun og ótímabærum dauðsföllum í rottum. Í þessari nýjustu grein sinni segir Sandra „[f]ranska rannsóknin sem Séralini o.fl. gerðu komst að því að taka hefði átt niðurstöður tilrauna Monsanto um eitrunaráhrif mun alvarlegar" og kallar rannsóknina „vakningu til stjórnvalda og eftirlitsaðila allra landa". Gallinn er hins vegar sá að franska rannsóknin komst ekki að neinu, um það eru flestir sammála, m.a. eftirlitsaðilar fjölmargra landa. Það er nefnilega þannig að óháð því hvað fólki finnst um tölfræði skiptir hún máli í vísindum og í því tilfelli sem hér um ræðir var tilraunauppsetning og tölfræðileg úrvinnsla með þeim hætti að niðurstöðurnar styðja hvorki ályktanir Séralini né hræðsluáróður Söndru. Ómarktækt Söndru verður tíðrætt um „líftækniiðnaðinn" í greinum sínum, og má ljóst vera að tilgangurinn er að gera þá sem ekki deila skoðunum hennar tortryggilega í augum lesenda. Í grein sinni segir Sandra „[l]íftækniiðnaðurinn brást hart við frönsku rannsókninni" og „[h]ið sama gerir gengi nokkurra íslenskra vísindamanna sem auðsjáanlega telja það atvinnu- og fjárhagslegum hagsmunum sínum fyrir bestu". Dylgjur af þessu tagi dæma sig sjálfar. En ef málið væri nú svo einfalt að líftækniiðnaðurinn væri hér að verja hagsmuni sína í samstarfi við „gengi nokkurra íslenskra vísindamanna" ætti Söndru að reynast það létt verk að fletta ofan af samsærinu. Mergur málsins er hins vegar sá að mjög fáir hafa tekið til varna fyrir rannsókn Séralini, ef frá eru taldir aðilar sem hafa þá bjargföstu og jafnframt óstaðfestu trú að erfðabreytt matvæli séu stórhættuleg. Fjölmargar evrópskar stofnanir á vegum stjórnvalda hafa sent frá sér umsagnir um rannsókn Séralini og það er fróðlegt að sjá hvort umsagnir þeirra séu samhljóða skoðunum Söndru. Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) segir um rannsókn Séralini að hún sé „ófullnægjandi hvað varðar tilraunaskipulag, greiningu og birtingu niðurstaðna". Bundesinstitut für Risikobewertung (BfR) í Þýskalandi segir að niðurstöður rannsóknarinnar styðji ekki ályktanir Séralini „vegna galla í tilraunauppsetningu…". Danska matvælastofnunin kemst að þeirri niðurstöðu að ómögulegt sé að draga ályktanir um áhrif erfðabreytinga á heilsu byggt á grein Séralini sem þeir segja af „litlum faglegum gæðum". ANSES og HCB (Haut Conseil des biotechnologies) fóru yfir málið fyrir frönsk stjórnvöld og niðurstöðurnar voru þær að tilraunauppsetning væri röng, lýsing niðurstaðna ófullnægjandi, ályktanir ekki rökstuddar og því ekki ástæða til að endurskoða áhættumat á umræddum maís (ofangreindar skýrslur má nálgast hér http://www.efsa.europa.eu/en/efsajournal/pub/2986.htm). Niðurstöður fjölmargra annarra eftirlitsstofnana eru sambærilegar. Sandra hefur áður gefið í skyn að EFSA hafi óeðlileg tengsl við líftækniiðnaðinn og sé þ.a.l. ekki marktæk í umræðunni, en mikill er máttur líftækniiðnaðarins ef hann hefur tangarhald á öllum þeim stofnunum sem lýst hafa rannsókn Séralini ómarktæka. Samdóma álit þessara opinberu aðila og fjölmargra vísindamanna er einfaldlega að rannsóknin sem um ræðir sé ómarktæk og veiti engar nýjar upplýsingar um áhrif erfðabreyttra matvæla á heilsu. Afneitunariðnaðurinn Eftir því sem reynslan af nýtingu erfðatækni í landbúnaði og matvælaframleiðslu eykst kemur betur og betur í ljós að erfðatæknin er ekki varhugaverð sem slík. Þetta er meðal annars niðurstaða nýlegrar skýrslu Evrópusambandsins (http://ec.europa.eu/research/biosociety/pdf/a_decade_of_eu-funded_gmo_research.pdf). En þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir og fjölmarga augljósa kosti erfðatækninnar fer mikið fyrir hópi fólks sem grípur sérhvert tækifæri til að halda fram þeirri skoðun að erfðatæknin sé stórhættuleg og að notkun hennar eigi jafnvel að banna með öllu, sér í lagi notkun hennar í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Þessar kröfur byggja þó ekki á vísindum heldur áróðri og endurteknum rangfærslum óháð vísindaniðurstöðum. Málflutningurinn líkist þannig helst málflutningi afneitunarsinna sem mikið hefur borið á í umræðunni um loftslagsmál. Það er vonandi að íslensk stjórnvöld sjái í gegnum þennan áróður og styðjist við niðurstöður vísindanna í þessu máli rétt eins og þau hafa ákveðið að gera í loftslagsmálunum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun