Borgin endurskoðar gönguleiðir yfir götur Brjánn Jónasson skrifar 21. desember 2012 06:00 Stefna borgarinnar undanfarin ár hefur verið að leggja ekki gangbrautir yfir götur heldur hægja á umferð með hraðahindrunum og þrengingum. Til stendur að endurskoða þá stefnu. Fréttablaðið/GVA Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta. Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Borgaryfirvöld ætla að endurskoða þá stefnu sína að leggja helst ekki gangbrautir. Það verður gert í kjölfar harðrar gagnrýni á misvísandi merkingar við gönguleiðir yfir götur sem sett var fram í skýrslu sem verkfræðistofan Mannvit vann með styrk frá Vegagerð Íslands. Í skýrslunni var bent á að margar ólíkar útfærslur væru á merkingum á algengum gönguleiðum yfir götur. Það geti valdið því að bæði gangandi og akandi séu óvissir um hver eigi réttinn, eins og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins í vikunni. Dæmi um þetta eru algeng gerð gönguleiða yfir götur þar sem lögð er hraðahindrun og gatan jafnvel þrengd. Margir halda að þær gönguleiðir séu gangbrautir þar sem gangandi eiga réttinn, þó svo sé ekki raunin. Gangandi eiga aðeins réttinn á gangbraut sem merkt er með bæði gangbrautarmerki og merkingum í götu, annað hvort hvítum samhliða línum langsum á vegi (sebrabraut) eða tveimur þverröndum yfir veg. Skortur á hefðbundnum gangbrautarmerkingum á sér langa sögu, segir Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hann segir að átak hafi verið gert í að fjarlægja gangbrautir yfir fjögurra akreina götur fyrir tveimur áratugum, enda séu þær taldar hættulegar. Því er höfundur skýrslunnar sem unnin var fyrir Vegagerðina sammála. Stefán segir að lengi hafi verið umdeilt hvort gangbrautir yfir vegi með eina akrein í hvora átt séu til þess að auka öryggi eða draga úr því. Þess vegna hafi borgaryfirvöld ákveðið að reyna frekar að draga úr hraða með þrengingum og hraðahindrunum til að auka öryggi gangandi í umferðinni. Nú segir Stefán ástæðu til að endurskoða þá stefnu. „Ég held að við munum fara í stefnumörkunarvinnu til að ákveða hvernig við viljum hafa þetta," segir Stefán. Hann nefnir þar sérstaklega ábendingu í skýrslu Vegagerðarinnar um mikilvægi gangbrauta fyrir sjónskerta.
Tengdar fréttir Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Hætta vegna misvísandi merkinga Hönnun gönguleiða yfir götur er oft ruglingsleg fyrir gangandi vegfarendur og ökumenn þó skýrt sé í lögum hvernig merkja eigi gangbrautir. Mögulega ætti að breyta lögum um merkingarnar. Öryggi gangandi vegfarenda er minnst á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. 17. desember 2012 06:00