Maður gegn málefni Sigurður Líndal skrifar 2. maí 2012 08:00 Í greinarkorni eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. gagnrýndi ég íslenzka umræðumenningu fyrir það, hvernig rökum sé beitt gegn mönnum en ekki málefnum, enda er það gjarnan tekið sem dæmi um rökþrot. Daginn eftir fékk ég svo staðfestingu ummæla minna í grein eftir Þorvald Gylfason sem birtist í helgarblaði DV (27.-29. apríl). Þar ræðir hann sjálfstæði Hæstaréttar og Landsdóms og tilefnið er dómurinn yfir Geir Haarde og þá sérstaklega þau ummæli Geirs að dómurinn sé pólitískur. Fyrst víkur hann máli sínu að sjálfstæði dómstóla og segir að fáheyrt sé í lýðræðisríkjum sem vilja rísa undir nafni að dómstólar sæti afskiptum eða árásum af hálfu stjórnmálamanna, hvorki þegar mál séu fyrir dómi né eftir að dómur sé fallinn. En því sé ekki að treysta lengur og til stuðnings tekur hann eftirfarandi tvö dæmi. Hann segir: „Árið 1998 bar þó svo við, að Hæstiréttur úrskurðaði, að fiskveiðistjórnarkerfið bryti í bága við stjórnarskrána" og þar átti hann við mál sem Valdimar Jóhannesson höfðaði gegn ríkinu. Síðan bætir hann við: „Oddvitar ríkisstjórnarinnar brugðust ókvæða við dóminum og réðust gegn réttinum, og lýsti forsætisráðherrann þeirri skoðun, að landið myndi tæmast af fólki fengi dómurinn að standa." Og áfram var haldið:„Og viti menn: hálfu öðru ári síðar sneri Hæstiréttur við blaðinu, þegar svipað mál (Vatneyrarmálið) kom til kasta réttarins. Nú sá Hæstiréttur ekkert athugavert við þá mismunun sem bjó að baki fyrri dóminum 1998." Og niðurstaðan er þessi: „Hæstiréttur hafði verið barinn til hlýðni í augnsýn allrar þjóðarinnar." Vitnað er til tímaritsins Mannlífs sem aðalheimildar, nánar tiltekið „sem birtir samantekt um málið." Hér er rökum – reyndar órökstuddum fullyrðingum – beint gegn mönnum – dómendum – en ekki gegn röksemdum í dómunum – eða með öðrum orðum rökin beinast gegn manni en ekki málefni sem sýnir að höfundur er uppiskroppa með rök. Við könnun á forsendum dómanna hefði hann séð að málavextir voru ekki þeir sömu og það skýrir ólíkar niðurstöður. Þá víkur hann að dómi Landsdóms og áðurnefndum viðbrögðum Geirs og er niðurstaða hans þessi: „Virðingarleysi gagnvart lögum og rétti virðist landlægt í Sjálfstæðisflokknum." Og því til stuðnings vitnar hann í fyrirsögn forystugreinar í Fréttablaðinu: „Fæddist lítil mús". Ég vissi reyndar ekki að ritstjórar Fréttablaðsins væru sérstakir talsmenn Sjálfstæðisflokksins. Í framhaldi af því víkur hann að málflutningi „tveggja þjóðkunnra prófessora" sem vitni „um sams konar virðingarleysi." Þessir „þjóðkunnu prófessorar" eru Þráinn Eggertsson og sá sem þetta ritar. Heimildin er viðtal við Þráin sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. og Þorvaldur fullyrðir að við segjum „fullum fetum að lögbrot geri lagabætur óþarfar." Nú stendur upp á Þorvald að finna þessum orðum stað í texta sem hann styður fullyrðingu sína við. Þá fyrst getur rökræða hafizt. Síðan heldur hann áfram og segir að við viðurkennum ekki stjórnarskrárbrotið sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi látið til sín taka með bindandi áliti. Fyrst skal leiðrétt að álit nefndarinnar eru ekki bindandi. Þegar efni þess er metið kemur í ljós að hún reisir álit sitt á röngum forsendum með því að leggja til grundvallar að veiðireynsla 1980-83 hafi ráðið úthlutun aflaheimilda. Þá vitnar hún ranglega í lögin um stjórn fiskveiða þegar í áliti hennar stendur að „fiskimiðin" í stað „nytjastofnarnir" séu sameign þjóðarinnar. Loks byggir hún niðurstöðu sína á framangreindum lagatexta um sameign þjóðarinnar sem hefur enga merkingu í skilningi eignarréttar, en er þó í umræðum skilin þeim skilningi. Loks segir hann: „Annar [væntanlega Þráinn Eggertsson] bætir við „… nær engin tengsl eru milli löghlýðni þjóða og lögbókanna sem þær nota. Menn fara sínu fram." Og útlegging Þorvalds á þessum texta, sem mér hefur reyndar ekki tekizt að finna í Morgunblaðsviðtalinu, er á þessa leið: „Eftir þessari kenningu er lögbrjótum einum treystandi til að setja lög og semja stjórnarskrá." Við þessari útleggingu er ekki nema eitt svar: Ætla mætti að Þorvaldur hafi ekki lesið viðtalið, þar sem orðræðan snýst að mestu leyti um það sem Þráinn kallaði nafngildi laga og raungildi sem felur í sér að bókstafur laganna segi einatt lítt til um raunverulega stjórnarhætti, og gjarnan hefði mátt rökræða. Hitt er þó líklegra að hann hafi talið kappræðu á grundvelli tilbúinna forsendna líklegri til að styðja skoðanir sínar en rökræðu sem afhjúpaði merkingarlausan málstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í greinarkorni eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. gagnrýndi ég íslenzka umræðumenningu fyrir það, hvernig rökum sé beitt gegn mönnum en ekki málefnum, enda er það gjarnan tekið sem dæmi um rökþrot. Daginn eftir fékk ég svo staðfestingu ummæla minna í grein eftir Þorvald Gylfason sem birtist í helgarblaði DV (27.-29. apríl). Þar ræðir hann sjálfstæði Hæstaréttar og Landsdóms og tilefnið er dómurinn yfir Geir Haarde og þá sérstaklega þau ummæli Geirs að dómurinn sé pólitískur. Fyrst víkur hann máli sínu að sjálfstæði dómstóla og segir að fáheyrt sé í lýðræðisríkjum sem vilja rísa undir nafni að dómstólar sæti afskiptum eða árásum af hálfu stjórnmálamanna, hvorki þegar mál séu fyrir dómi né eftir að dómur sé fallinn. En því sé ekki að treysta lengur og til stuðnings tekur hann eftirfarandi tvö dæmi. Hann segir: „Árið 1998 bar þó svo við, að Hæstiréttur úrskurðaði, að fiskveiðistjórnarkerfið bryti í bága við stjórnarskrána" og þar átti hann við mál sem Valdimar Jóhannesson höfðaði gegn ríkinu. Síðan bætir hann við: „Oddvitar ríkisstjórnarinnar brugðust ókvæða við dóminum og réðust gegn réttinum, og lýsti forsætisráðherrann þeirri skoðun, að landið myndi tæmast af fólki fengi dómurinn að standa." Og áfram var haldið:„Og viti menn: hálfu öðru ári síðar sneri Hæstiréttur við blaðinu, þegar svipað mál (Vatneyrarmálið) kom til kasta réttarins. Nú sá Hæstiréttur ekkert athugavert við þá mismunun sem bjó að baki fyrri dóminum 1998." Og niðurstaðan er þessi: „Hæstiréttur hafði verið barinn til hlýðni í augnsýn allrar þjóðarinnar." Vitnað er til tímaritsins Mannlífs sem aðalheimildar, nánar tiltekið „sem birtir samantekt um málið." Hér er rökum – reyndar órökstuddum fullyrðingum – beint gegn mönnum – dómendum – en ekki gegn röksemdum í dómunum – eða með öðrum orðum rökin beinast gegn manni en ekki málefni sem sýnir að höfundur er uppiskroppa með rök. Við könnun á forsendum dómanna hefði hann séð að málavextir voru ekki þeir sömu og það skýrir ólíkar niðurstöður. Þá víkur hann að dómi Landsdóms og áðurnefndum viðbrögðum Geirs og er niðurstaða hans þessi: „Virðingarleysi gagnvart lögum og rétti virðist landlægt í Sjálfstæðisflokknum." Og því til stuðnings vitnar hann í fyrirsögn forystugreinar í Fréttablaðinu: „Fæddist lítil mús". Ég vissi reyndar ekki að ritstjórar Fréttablaðsins væru sérstakir talsmenn Sjálfstæðisflokksins. Í framhaldi af því víkur hann að málflutningi „tveggja þjóðkunnra prófessora" sem vitni „um sams konar virðingarleysi." Þessir „þjóðkunnu prófessorar" eru Þráinn Eggertsson og sá sem þetta ritar. Heimildin er viðtal við Þráin sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. og Þorvaldur fullyrðir að við segjum „fullum fetum að lögbrot geri lagabætur óþarfar." Nú stendur upp á Þorvald að finna þessum orðum stað í texta sem hann styður fullyrðingu sína við. Þá fyrst getur rökræða hafizt. Síðan heldur hann áfram og segir að við viðurkennum ekki stjórnarskrárbrotið sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi látið til sín taka með bindandi áliti. Fyrst skal leiðrétt að álit nefndarinnar eru ekki bindandi. Þegar efni þess er metið kemur í ljós að hún reisir álit sitt á röngum forsendum með því að leggja til grundvallar að veiðireynsla 1980-83 hafi ráðið úthlutun aflaheimilda. Þá vitnar hún ranglega í lögin um stjórn fiskveiða þegar í áliti hennar stendur að „fiskimiðin" í stað „nytjastofnarnir" séu sameign þjóðarinnar. Loks byggir hún niðurstöðu sína á framangreindum lagatexta um sameign þjóðarinnar sem hefur enga merkingu í skilningi eignarréttar, en er þó í umræðum skilin þeim skilningi. Loks segir hann: „Annar [væntanlega Þráinn Eggertsson] bætir við „… nær engin tengsl eru milli löghlýðni þjóða og lögbókanna sem þær nota. Menn fara sínu fram." Og útlegging Þorvalds á þessum texta, sem mér hefur reyndar ekki tekizt að finna í Morgunblaðsviðtalinu, er á þessa leið: „Eftir þessari kenningu er lögbrjótum einum treystandi til að setja lög og semja stjórnarskrá." Við þessari útleggingu er ekki nema eitt svar: Ætla mætti að Þorvaldur hafi ekki lesið viðtalið, þar sem orðræðan snýst að mestu leyti um það sem Þráinn kallaði nafngildi laga og raungildi sem felur í sér að bókstafur laganna segi einatt lítt til um raunverulega stjórnarhætti, og gjarnan hefði mátt rökræða. Hitt er þó líklegra að hann hafi talið kappræðu á grundvelli tilbúinna forsendna líklegri til að styðja skoðanir sínar en rökræðu sem afhjúpaði merkingarlausan málstað.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun