Stjörnurnar skinu skært í kvöld er þær gengu inn rauða dregilinn á Óskarnum.
Tísku gagnrýnendur biðu spenntir eftir bestu og verstu kjólunum og er óhætt að segja að Michelle Williams, Milla Jovovich og Stacy Kiebler, kærasta George Clooney hafi vakið verðskuldaða athygli enda allar stórglæsilegar.
Einnig þótti kynnirinn og raunveruleikastjarnan Juliana Rancic bera af.
Enn ríkir þó mikil spenna því enn eru margar af stærstu stjörnunum ókomnar.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá fleiri vel klæddar stjörnur á dreglinum.
