Leit að norsku stúlkunni Sigrid Schjetne hélt áfram í Osló um helgina, en án árangurs. Á laugardag leituðu um 100 manns við Østensjø skólann. Á laugardagskvöld hétu foreldrar Sigrid verðlaunum til hana þeim sem gætu veitt upplýsingar sem leiddu til þess að stúlkan kæmi í leitirnar.
Grete Lien Metlid, yfirlögregluþjónn í Osló, segir að strax á eftir hafi borist nokkrir tugir vísbendinga. Lögreglan hafði varað foreldrana við því að heita verðlaunum af ótta við að hrina af ábendingum bærist inn sem lögreglan myndi ekki hafa tök á að rannsaka.
