Ranabjöllur flugu út úr skápunum 27. desember 2012 06:00 Í hamstrafóðri geta leynst skordýr eins og ranabjöllur. „Við keyptum fyrsta pokann seint í sumar og það varð allt morandi þá. Allt í einu voru komnir svartir maurar út um allt,“ segir Sandra Clausen. Hún keypti hamstrafóður fyrir hamstur fjölskyldunnar í sumar og geymdi það inni í skáp. Skömmu seinna höfðu hrísranar, litlar bjöllur, fjölgað sér gríðarlega um allt eldhúsið. Bjöllurnar éta hrísgrjón og ýmsa kornvöru og kvendýrin verpa í þessar vörur. „Þetta var í tugatali, sérstaklega inni í þvottaherbergi þar sem er góður raki og hiti. Svo náðum við tökum á þessu í október, við höfðum reynt það sjálf en það var ekkert að ganga,“ segir Sandra, en hún fékk meindýraeyði til að eyða dýrunum. „Svo núna í desember byrjaði þetta að koma aftur upp, en í mun minna magni. En ég skaust þá út með matinn, það var frost og þeir drepast við frostmark.“ Þær bjöllur höfðu að öllum líkindum komið upp úr matardalli hamstursins. Steindór Aðalsteinsson hjá Dýralandi, sem flutti inn umrætt fóður, segir því miður ómögulegt að koma algjörlega í veg fyrir að skordýr af þessu tagi berist hingað til lands í fóðri. „Þetta getur alltaf komið upp á en við lendum ekki oft í þessu. Þetta gerist vegna þess að fóðrið er ekki geislað, sem er merki um að fóðrið sé ferskt,“ segir Steindór. „Þetta hefur fylgt fóðri sem flutt hefur verið inn til landsins frá því að innflutningur hófst. Þetta er ekkert hættulegt og bæði bjöllurnar og lirfurnar deyja í frosti á tveimur sólarhringum. Þetta kemur bara upp á sumrin vegna þess að bjöllurnar klekjast út við talsvert mikinn hita,“ segir Steindór. Þess vegna sé best að geyma fóður ekki á heitum eða rökum stað. „Það er best að geyma aldrei fóður nálægt matvælum, og geyma það í alveg lokuðum umbúðum.“ thorunn@frettabladid.is Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
„Við keyptum fyrsta pokann seint í sumar og það varð allt morandi þá. Allt í einu voru komnir svartir maurar út um allt,“ segir Sandra Clausen. Hún keypti hamstrafóður fyrir hamstur fjölskyldunnar í sumar og geymdi það inni í skáp. Skömmu seinna höfðu hrísranar, litlar bjöllur, fjölgað sér gríðarlega um allt eldhúsið. Bjöllurnar éta hrísgrjón og ýmsa kornvöru og kvendýrin verpa í þessar vörur. „Þetta var í tugatali, sérstaklega inni í þvottaherbergi þar sem er góður raki og hiti. Svo náðum við tökum á þessu í október, við höfðum reynt það sjálf en það var ekkert að ganga,“ segir Sandra, en hún fékk meindýraeyði til að eyða dýrunum. „Svo núna í desember byrjaði þetta að koma aftur upp, en í mun minna magni. En ég skaust þá út með matinn, það var frost og þeir drepast við frostmark.“ Þær bjöllur höfðu að öllum líkindum komið upp úr matardalli hamstursins. Steindór Aðalsteinsson hjá Dýralandi, sem flutti inn umrætt fóður, segir því miður ómögulegt að koma algjörlega í veg fyrir að skordýr af þessu tagi berist hingað til lands í fóðri. „Þetta getur alltaf komið upp á en við lendum ekki oft í þessu. Þetta gerist vegna þess að fóðrið er ekki geislað, sem er merki um að fóðrið sé ferskt,“ segir Steindór. „Þetta hefur fylgt fóðri sem flutt hefur verið inn til landsins frá því að innflutningur hófst. Þetta er ekkert hættulegt og bæði bjöllurnar og lirfurnar deyja í frosti á tveimur sólarhringum. Þetta kemur bara upp á sumrin vegna þess að bjöllurnar klekjast út við talsvert mikinn hita,“ segir Steindór. Þess vegna sé best að geyma fóður ekki á heitum eða rökum stað. „Það er best að geyma aldrei fóður nálægt matvælum, og geyma það í alveg lokuðum umbúðum.“ thorunn@frettabladid.is
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira