Ásgeir og Ingibjörg seldust mest Jóhanna Margrét Gísladóttir skrifar 27. desember 2012 21:39 Plata Ásgeirs Trausta og bók Ingibjargar Reynisdóttur um Gísla á Uppsölum eru sigurvegarar plötu og bókasölu jólanna. Rithöfundar þurfa að selja yfir sjö þúsund eintök til að komast á metsölulista segir formaður félags íslenskra bókaútgefenda. Jólagjöfin í ár var íslensk tónlist samkvæmt rannsóknarsetri verslunarinnar og samkvæmt upplýsingum frá félagi hljómplötuframleiðenda hefur árið verið eitt það besta í sölu á íslenskri tónlist. Söluhæsta plata ársins er plata Ásgeir Trausta, Dýrð í dauðaþögn með hátt í tuttugu og tvö þúsund seld eintök. Í öðru sæti er hljómsveitin Of Monsters and Men en hún seldi ellefu þúsund eintök af plötu sinni My head is an animal á þessu ári en hafði selt níu þúsund eintök á síðasta ári og salan því samtals um tuttugu þúsund eintök. Þá er hljómsveitin Retro Stefsen í þriðja sæti með hátt í átta þúsund eintök á árinu. Þó að endanlegur metsölulisti bóka liggi ekki enn fyrir kannaði fréttastofa í dag sölu bókaútgefenda á vinsælustu bókunum en vert er að taka fram að sala síðustu vikuna fyrir jól var þreföld á við vikurnar þar á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Forlaginu voru þrjátíu þúsund eintök af bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, send út í bókaverslanir. Í öðru sæti er bók Ingibjargar Reynisdóttur, Gísli á uppsölum með um átján þúsund eintök en bókin kláraðist hjá útgefanda. Þá er bók Yrsu Sigurðardóttur Kuldi í þriðja sæti einnig með um átján þúsund eintök. Mikil örtröð hefur verið í verslunum í dag við skil og skipti á bókum og því ekki um endanlegar sölutölur að ræða þar sem óseldar bækur í verslunum eru sendar aftur til útgefanda eftir áramót. Formaður félags íslenskra bókaútgefenda segir Gísla á Uppsölum hafa komið mest á óvart en margir tengdir bókaútgáfu og sölu sem fréttastofa ræddi við í dag telja að bókin um Gísla gæti staðið uppi sem söluhæsta bók jólanna þegar öll kurl verða komin til grafar. „Ingibjörg Reynisdóttir, þó hún hafi afrekað ýmislegt áður þá held ég að enginn og þá ekki einu sinni útgefandinn sjálfur hafi búist við að þessi bók yrði metsölubók," segir Kristján B. Jónasson, formaður félags íslenskra bókaútgefenda. Hann segist almennt vera ánægður með bókajólin í ár og þau séu svipuð og undanfarin ár en hátt í þúsund nýir titlar voru gefnir út fyrir þessi jól. „Það er líka athyglisvert að sjá hversu gríðarlega mikið af bókum þarf að prenta til að komast í efstu sæti listans. Það þarf t.d. yfir sjö þúsund eintök til að komast inn á topp tíu linstann,"segir Kristján. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Plata Ásgeirs Trausta og bók Ingibjargar Reynisdóttur um Gísla á Uppsölum eru sigurvegarar plötu og bókasölu jólanna. Rithöfundar þurfa að selja yfir sjö þúsund eintök til að komast á metsölulista segir formaður félags íslenskra bókaútgefenda. Jólagjöfin í ár var íslensk tónlist samkvæmt rannsóknarsetri verslunarinnar og samkvæmt upplýsingum frá félagi hljómplötuframleiðenda hefur árið verið eitt það besta í sölu á íslenskri tónlist. Söluhæsta plata ársins er plata Ásgeir Trausta, Dýrð í dauðaþögn með hátt í tuttugu og tvö þúsund seld eintök. Í öðru sæti er hljómsveitin Of Monsters and Men en hún seldi ellefu þúsund eintök af plötu sinni My head is an animal á þessu ári en hafði selt níu þúsund eintök á síðasta ári og salan því samtals um tuttugu þúsund eintök. Þá er hljómsveitin Retro Stefsen í þriðja sæti með hátt í átta þúsund eintök á árinu. Þó að endanlegur metsölulisti bóka liggi ekki enn fyrir kannaði fréttastofa í dag sölu bókaútgefenda á vinsælustu bókunum en vert er að taka fram að sala síðustu vikuna fyrir jól var þreföld á við vikurnar þar á undan. Samkvæmt upplýsingum frá Forlaginu voru þrjátíu þúsund eintök af bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, send út í bókaverslanir. Í öðru sæti er bók Ingibjargar Reynisdóttur, Gísli á uppsölum með um átján þúsund eintök en bókin kláraðist hjá útgefanda. Þá er bók Yrsu Sigurðardóttur Kuldi í þriðja sæti einnig með um átján þúsund eintök. Mikil örtröð hefur verið í verslunum í dag við skil og skipti á bókum og því ekki um endanlegar sölutölur að ræða þar sem óseldar bækur í verslunum eru sendar aftur til útgefanda eftir áramót. Formaður félags íslenskra bókaútgefenda segir Gísla á Uppsölum hafa komið mest á óvart en margir tengdir bókaútgáfu og sölu sem fréttastofa ræddi við í dag telja að bókin um Gísla gæti staðið uppi sem söluhæsta bók jólanna þegar öll kurl verða komin til grafar. „Ingibjörg Reynisdóttir, þó hún hafi afrekað ýmislegt áður þá held ég að enginn og þá ekki einu sinni útgefandinn sjálfur hafi búist við að þessi bók yrði metsölubók," segir Kristján B. Jónasson, formaður félags íslenskra bókaútgefenda. Hann segist almennt vera ánægður með bókajólin í ár og þau séu svipuð og undanfarin ár en hátt í þúsund nýir titlar voru gefnir út fyrir þessi jól. „Það er líka athyglisvert að sjá hversu gríðarlega mikið af bókum þarf að prenta til að komast í efstu sæti listans. Það þarf t.d. yfir sjö þúsund eintök til að komast inn á topp tíu linstann,"segir Kristján.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira