Endaði á bráðamóttökunni 30. október 2012 08:00 Þórunn Antonía Magnúsdóttir endaði uppi á bráðamóttöku eftir tökur á nýjasta myndbandi sínu. Hún fékk bráðaofnæmi eftir líkamsmálningu.fréttablaðið/valli „Þetta gekk alls ekki átakalaust fyrir sig. Við tókum myndbandið upp úti á Granda við erfiðar aðstæður og kulda og svo fékk ég heiftarleg ofnæmisviðbrögð við líkamsmálningunni sem var notuð,“ segir tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir sem veiktist skyndilega eftir tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Electrify My Hearbeat. Myndbandinu er leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur og fyrir tökurnar var Þórunn þakin líkamsmálningu. Daginn eftir vaknaði hún sárkvalin og var flutt á bráðamóttöku þar sem hún fékk lyf í æð. „Ég vaknaði morguninn eftir og leit út eins og Charlize Theron í kvikmyndinni Monster og var sjö kílóum þyngri. Ég var rúmliggjandi í fjóra daga og forðaðist alla spegla á meðan. Mér leið hræðilega illa og svolítið eins og húðin væri fimm númerum of lítil. Það var erfitt að hreyfa sig og það var eins og ég væri í skrítnum, þröngum galla, og ekki á „sexý“ hátt. En þetta var þess virði því myndbandið verður algjör snilld og ég hef mikla trú á Þóru.“ Myndbandið er töluvert ólíkt því síðasta sem Þórunn Antonía sendi frá sér og lýsir hún því sem dularfullu og myrku. Hún kveðst hlakka mikið til þess að sjá myndbandið þegar það verður loks tilbúið. „Ég ímyndaði mér veru eða vélmenni sem vaknar til lífsins þegar ég samdi lagið og ég held að sú tilfinning hafi endurspeglast vel í myndbandinu.“ Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Þetta gekk alls ekki átakalaust fyrir sig. Við tókum myndbandið upp úti á Granda við erfiðar aðstæður og kulda og svo fékk ég heiftarleg ofnæmisviðbrögð við líkamsmálningunni sem var notuð,“ segir tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir sem veiktist skyndilega eftir tökur á tónlistarmyndbandi við lagið Electrify My Hearbeat. Myndbandinu er leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur og fyrir tökurnar var Þórunn þakin líkamsmálningu. Daginn eftir vaknaði hún sárkvalin og var flutt á bráðamóttöku þar sem hún fékk lyf í æð. „Ég vaknaði morguninn eftir og leit út eins og Charlize Theron í kvikmyndinni Monster og var sjö kílóum þyngri. Ég var rúmliggjandi í fjóra daga og forðaðist alla spegla á meðan. Mér leið hræðilega illa og svolítið eins og húðin væri fimm númerum of lítil. Það var erfitt að hreyfa sig og það var eins og ég væri í skrítnum, þröngum galla, og ekki á „sexý“ hátt. En þetta var þess virði því myndbandið verður algjör snilld og ég hef mikla trú á Þóru.“ Myndbandið er töluvert ólíkt því síðasta sem Þórunn Antonía sendi frá sér og lýsir hún því sem dularfullu og myrku. Hún kveðst hlakka mikið til þess að sjá myndbandið þegar það verður loks tilbúið. „Ég ímyndaði mér veru eða vélmenni sem vaknar til lífsins þegar ég samdi lagið og ég held að sú tilfinning hafi endurspeglast vel í myndbandinu.“
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira