Sænskar og finnskar herþotur munu sinna gæslu yfir Íslandi Þorbjörn Þórðarson í Helsinki skrifar 30. október 2012 10:00 Forsætisráðherrar Norðurlandanna með Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, á blaðamannafundinum í Helsinki í morgun. Vísir/ ÞÞ Í burðarliðnum er norrænt samstarf á sviði loftrýmiseftirlits og Svíar og Finnar munu frá og með apríl 2014 taka þáttt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki í morgun en er háð samþykki þjóðþinga þessara ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO). Forsætisráðherrar Norðurlandanna kynntu þetta síðan á sameiginlegum blaðamannafundi, en um er að ræða nýmæli í samstarfi Norðurlandaþjóðanna. Hingað til hafa NATO-ríkin sinnt þessu eftirliti yfir Íslandi. Þetta þýðir að sænskar og finnskar herþotur munu frá apríl 2014 koma inn í íslenska lofthelgi og sinna þar eftirliti. „Á fundinum kom samstarf í varnarmálum til umræðu og þá sérstaklega loftrýmisgæsla yfir Íslandi. Ég get sagt ykkur að þetta er mjög spennandi verkefni sem við bindum miklar vonir við, sagði Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sem sat fundinn í fjarveru Jens Soltenberg, forsætisráðherra. Barth Eide sagði að það sem væri nýtt í þessu samhengi væri að Norðurlöndin kæmu sameiginlega að lausn á vanda við varnir Íslands.Ný útfærsla á norrænu varnarsamstarfi Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finna, sagði að Íslendingar hefðu lýst því yfir að þátttaka Finna og Svía í loftrýmisgæslu væri vel þegin. „Menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Svíar og Finnar eigi að taka þátt í loftrýmisgæslunni frá apríl 2014. (...) Við höfum unnið að varnarmálum saman í mörg ár, en samstarf á sviði loftrýmisgæslu er nýtt. Finnland hefur upplýst íslensk stjórnvöld að við séum tilbúin. Þetta krefst samþykkis NATO og samþykkis finnska þingsins, þegar við höfum nánari upplýsingar um hvað felst í loftrýmisgæslunni. Það eru ýmis álitaefni sem koma upp. Þegar við höfum fengið svör við þessum spurningum þá vitum við hvernig við tökum á málinu. Þá munu utanríkisráðherrar ríkjanna fjalla nánar um þetta á morgun," sagði Katainen.Vopnaðar eða vopnlausar vélar? Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, tók undir með Katainen og sagði að Svíar hefðu brugðist jákvætt við erindi um loftrýmiseftirlit. „Það er okkar mat að það þurfi samþykki NATO. Þetta er hluti af loftvarnarsvæði sem nær til Noregs," sagði Reinfeldt. Þegar Reinfeldt var spurður nánar út í hvað í þessu fælist sagði hann að um hefðbundið loftrýmiseftirlit væri að ræða en í raun yrði þetta þannig að þotur Svía yrðu líklega óvopnaðar. „Það eru ákvarðanir sem á eftir að taka um útfærsluna," sagði Reinfeldt. Katainen, sem er yngstur forsætisráðherra Norðurlandanna en hann er fæddur árið 1971, sagði að það væri opin spurning hvort vélar Finna yrðu vopnaðar eða ekki. Ekki væri útilokað að vélarnar yrðu vopnaðar.Væntanlega engin hindrun hjá NATO „Ísland metur mjög mikils það góða samstarf sem við höfum átt við Norðurlandaþjóðirnar á sviði utanríkis- og öryggismála," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, en hún nefndi sérstaklega Stoltenberg-skýrsluna svokölluðu, sem fjallar um nánari samvinnu Norðurlandanna í utanríkis- og varnarmálum. „Ég vona að niðurstaðan verði sú að Finnar og Svíar taki þátt í þessu. Ég lít svo á að þetta sé hluti af norrænu samstarfi og fagna því mjög ef þetta getur orðið niðurstaðan." „Ég get ekki séð að það ætti að vera fyrirstaða hjá NATO við samstarf Norðurlandanna á þessu sviði," sagði Jóhanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum að eining væri á bak við þetta í ríkisstjórninni, en hingað til hafa verið skiptar skoðanir innan raða annars ríkisstjórnarflokksins, Vinstri grænna, um ágæti loftrýmiseftirlitsins. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í burðarliðnum er norrænt samstarf á sviði loftrýmiseftirlits og Svíar og Finnar munu frá og með apríl 2014 taka þáttt í loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Þetta var ákveðið á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna á Norðurlandaráðsþinginu í Helsinki í morgun en er háð samþykki þjóðþinga þessara ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO). Forsætisráðherrar Norðurlandanna kynntu þetta síðan á sameiginlegum blaðamannafundi, en um er að ræða nýmæli í samstarfi Norðurlandaþjóðanna. Hingað til hafa NATO-ríkin sinnt þessu eftirliti yfir Íslandi. Þetta þýðir að sænskar og finnskar herþotur munu frá apríl 2014 koma inn í íslenska lofthelgi og sinna þar eftirliti. „Á fundinum kom samstarf í varnarmálum til umræðu og þá sérstaklega loftrýmisgæsla yfir Íslandi. Ég get sagt ykkur að þetta er mjög spennandi verkefni sem við bindum miklar vonir við, sagði Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, sem sat fundinn í fjarveru Jens Soltenberg, forsætisráðherra. Barth Eide sagði að það sem væri nýtt í þessu samhengi væri að Norðurlöndin kæmu sameiginlega að lausn á vanda við varnir Íslands.Ný útfærsla á norrænu varnarsamstarfi Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finna, sagði að Íslendingar hefðu lýst því yfir að þátttaka Finna og Svía í loftrýmisgæslu væri vel þegin. „Menn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Svíar og Finnar eigi að taka þátt í loftrýmisgæslunni frá apríl 2014. (...) Við höfum unnið að varnarmálum saman í mörg ár, en samstarf á sviði loftrýmisgæslu er nýtt. Finnland hefur upplýst íslensk stjórnvöld að við séum tilbúin. Þetta krefst samþykkis NATO og samþykkis finnska þingsins, þegar við höfum nánari upplýsingar um hvað felst í loftrýmisgæslunni. Það eru ýmis álitaefni sem koma upp. Þegar við höfum fengið svör við þessum spurningum þá vitum við hvernig við tökum á málinu. Þá munu utanríkisráðherrar ríkjanna fjalla nánar um þetta á morgun," sagði Katainen.Vopnaðar eða vopnlausar vélar? Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, tók undir með Katainen og sagði að Svíar hefðu brugðist jákvætt við erindi um loftrýmiseftirlit. „Það er okkar mat að það þurfi samþykki NATO. Þetta er hluti af loftvarnarsvæði sem nær til Noregs," sagði Reinfeldt. Þegar Reinfeldt var spurður nánar út í hvað í þessu fælist sagði hann að um hefðbundið loftrýmiseftirlit væri að ræða en í raun yrði þetta þannig að þotur Svía yrðu líklega óvopnaðar. „Það eru ákvarðanir sem á eftir að taka um útfærsluna," sagði Reinfeldt. Katainen, sem er yngstur forsætisráðherra Norðurlandanna en hann er fæddur árið 1971, sagði að það væri opin spurning hvort vélar Finna yrðu vopnaðar eða ekki. Ekki væri útilokað að vélarnar yrðu vopnaðar.Væntanlega engin hindrun hjá NATO „Ísland metur mjög mikils það góða samstarf sem við höfum átt við Norðurlandaþjóðirnar á sviði utanríkis- og öryggismála," sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, en hún nefndi sérstaklega Stoltenberg-skýrsluna svokölluðu, sem fjallar um nánari samvinnu Norðurlandanna í utanríkis- og varnarmálum. „Ég vona að niðurstaðan verði sú að Finnar og Svíar taki þátt í þessu. Ég lít svo á að þetta sé hluti af norrænu samstarfi og fagna því mjög ef þetta getur orðið niðurstaðan." „Ég get ekki séð að það ætti að vera fyrirstaða hjá NATO við samstarf Norðurlandanna á þessu sviði," sagði Jóhanna. Hún sagði í samtali við fréttastofu að blaðamannafundinum loknum að eining væri á bak við þetta í ríkisstjórninni, en hingað til hafa verið skiptar skoðanir innan raða annars ríkisstjórnarflokksins, Vinstri grænna, um ágæti loftrýmiseftirlitsins. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira