Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, segir lítið sem ekkert hafa verið hagrætt í borgarkerfinu, þvert á móti aukist kostnaður. Þetta segja sjálfstæðismenn í tilefni þess að fjárlagafrumvarp Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt á borgarstjórnarfundi í dag.
Ekkert hefur bólað á því átaki í hagræðingu sem meirihlutinn ætlaði í við upphaf kjörtímabilsins. Hins vegar hefur meirihlutinn fundið ný verkefni og hlaðið utan á kerfið þannig að það vex frá ári til árs og kostnaður eykst, segja sjálfstæðismenn.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja að borgin fái 32% meira í skatt frá íbúum á næsta ári en þeir gerðu árið 2010. Skatttekjur hafi verið 50 milljarðar en eru áætlaðar 66,2 milljarðar.
Sjálfstæðismenn í borgarstjórn: Ekkert hagrætt í rekstri
Jón Hákon Halldórsson skrifar
