Lífið

Ungabarn í Playboy-partíi

MYND / COVER MEDIA
Leikarinn Kelsey Grammer lét ekki föðurhlutverkið aftra sér í að fara í partí um helgina. Hann fór í hrekkjuvökupartí í Playboy-höllinni í Los Angeles og tók þriggja mánaða gamla dóttur sína, Faith með.

Kelsey djammaði fram á næsta morgun og sat á borði við hliðina á partípíunni Paris Hilton. Barnið svaf hins vegar í burðarrúmi við hliðina á honum á meðan tónlistin ómaði hátt. Það þarf varla að taka það fram að þetta uppátæki Kelsey hefur vakið upp neikvæð viðbrögð – meira að segja frá Playboy-kanínum.

Ekki er ljóst hvort Kelsey var einn í partíinu eða með eiginkonu sinni Kayte. Kelsey og Kayte giftu sig í febrúar í fyrra en Faith kom í heiminn í júlí síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.