Innlent

Eldur í Gilinu

GS skrifar
Slökkviliðsmenn að störfum í gær.
Slökkviliðsmenn að störfum í gær.
Eldur kviknaði í veitingahúsinu Gilinu í Ólafsvík um klukkan ellefu í gærkvöldi. Hans varð fljótt vart og var þegar kallað á slökkvilið, sem réði niðurlögum hans. Að sögn slökkviliðsmanna mátti ekki tæpara standa að liðið kæmi á vettvang svo eldurinn næði útbreiðslu, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Endurbætur hafa staðið yfir í húsinu, en eldsupptök eru ókunn. Nokkrar skemmdir urðu innanstokks, einkum af reyk.

-Þá var tilkynnt um eld við Breiðagerðisskóla í gærkvöldi. Þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang logaði eldur í hurð í skála við skólann og er grunur um íkveikju.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×