Greinilega nóg að gera hjá Gunnu Dís 5. október 2012 10:15 Gunna Dís og Andri fengu sent bakkelsi frá Akureyri í upp í Efstaleiti. mynd/einkasafn Fjölmiðlakonan Gunna Dís hefur greinilega nóg að gera þegar kemur að starfinu og fjölskyldunni. Lífið forvitnaðist hvernig ósköp venjulegur dagur er hjá henni. 06:45 Vekjaraklukkan á símanum hringir við lítinn fögnuð, ég teygji mig í útvarpstækið á náttborðinu mínu og kveiki á því í leit að lífsgleðinni en ég er frekar morgunfúl manneskja.06:55 Eftir að hafa legið upp í rúmi í tíu mínútur og dæst yfir örlögum mínum er ég öll að koma til stend á fætur, knúsa stelpuna mína til að koma henni fram úr rúminu og trítla inn á bað í sturtu.07:45 Hleyp útúm dyrnar heima með eiginmanninn og barnið í farteskinu, þakklát fyrir að hafa komist í gegnum morgunstundina stórslysalaust.08:00 Mæti til vinnu í Efstaleitinu, sest við tölvuna og byrja að svara póstum, drekka kaffi og fínpússa þáttinn sem hefst klukkan 9:00.09:00 Virkir morgnar fara í loftið þar sem við Andri minn spjöllum um allt og ekkert og tökum á móti frábæru fólki auk þess sem við spilum tónlist sem passar við skapið á okkur hverju sinni.12:15 Við Andri töltum upp í mötuneyti RÚV þar sem við borðum hádegismat á mettíma, ég fæ mér alltaf súpu með eggi og brauð með smjöri nema á föstudögum þá fæ ég mér danskt smurbrauð.12:30 – 16:00 Á fullu í vinnunni að vinna efni fyrir næstu þætti og ganga frá upptökum úr síðustu þáttum.16:00 Ég bruna í Vesturbæinn að sækja dóttur mína hana Aðalheiði Helgu á leikskólann. Við förum yfir helstu atriði dagsins á leið okkar að sækja pabba hennar í vinnuna.17:00 Komin heim eftir að hafa hangið í bíl á háannatíma í umferðinni í Reykjavík. Ef sá gállinn er á okkur förum við ekki beint heim heldur skellum okkur í matvöruverslun eða jafnvel fiskbúð til að kaupa eitthvað gott í kvöldmatinn.17:30 Tek úr uppþvottavélinni og set leirtauið frá því um morguninn í vélina, labba hring um húsið og reyni að snurfusa, skil ekkert í því hvaðan allur þessi þvottur kemur í ljósi þess að við erum bara þrjú í heimili. Tala við mömmu í síma á hlaupunum.18:00 Eftir að hafa tekið „ganga frá" maníu í hálftíma, klukkutíma kveiki ég á kertum og góðri tónlist og byrja að elda. Stelpan mín hjálpar mér oft en henni finnst fátt skemmtilegra en að saxa sveppi í smáa bita. Ég elska að elda og eyði miklum tíma í eldhúsinu og geng frá jafnóðum þannig að það sé eiginlega ekkert sem bíður mín nema melta eftir matinn.19:00 Fjölskyldan borðar saman, gengur misvel, eftir því hvort litla er í stuði til að borða eða ekki, stundum er hún ánægð með matinn og stundum ekki, stemmingin við kvöldverðarborðið ræðst af því.19:30 – 20:30 Ég og Aðalheiður Helga leikum okkur eða hún situr hjá mér og litar áður en við burstum tennurnar, bað fyrir svefninn er líka voða vinsælt hjá henni. Að lokum leggjumst við upp í rúm og lesum bók og biðjum bænirnar áður en hún sofnar.20:30 -21:30 Hlamma mér í sófann fyrir framan sjónvarpið og kíki á einn þátt eða svo, ef maðurinn minn er ekki að vinna þá situr hann hjá mér og við spjöllum á meðan við horfum á sjónvarpið með öðru auganu.21:30 Fer upp í rúm með góða bók og er iðulega sofnuð fyrir klukkan tíu á kvöldin, södd og sæl.Virkir morgnar á Facebook. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Fjölmiðlakonan Gunna Dís hefur greinilega nóg að gera þegar kemur að starfinu og fjölskyldunni. Lífið forvitnaðist hvernig ósköp venjulegur dagur er hjá henni. 06:45 Vekjaraklukkan á símanum hringir við lítinn fögnuð, ég teygji mig í útvarpstækið á náttborðinu mínu og kveiki á því í leit að lífsgleðinni en ég er frekar morgunfúl manneskja.06:55 Eftir að hafa legið upp í rúmi í tíu mínútur og dæst yfir örlögum mínum er ég öll að koma til stend á fætur, knúsa stelpuna mína til að koma henni fram úr rúminu og trítla inn á bað í sturtu.07:45 Hleyp útúm dyrnar heima með eiginmanninn og barnið í farteskinu, þakklát fyrir að hafa komist í gegnum morgunstundina stórslysalaust.08:00 Mæti til vinnu í Efstaleitinu, sest við tölvuna og byrja að svara póstum, drekka kaffi og fínpússa þáttinn sem hefst klukkan 9:00.09:00 Virkir morgnar fara í loftið þar sem við Andri minn spjöllum um allt og ekkert og tökum á móti frábæru fólki auk þess sem við spilum tónlist sem passar við skapið á okkur hverju sinni.12:15 Við Andri töltum upp í mötuneyti RÚV þar sem við borðum hádegismat á mettíma, ég fæ mér alltaf súpu með eggi og brauð með smjöri nema á föstudögum þá fæ ég mér danskt smurbrauð.12:30 – 16:00 Á fullu í vinnunni að vinna efni fyrir næstu þætti og ganga frá upptökum úr síðustu þáttum.16:00 Ég bruna í Vesturbæinn að sækja dóttur mína hana Aðalheiði Helgu á leikskólann. Við förum yfir helstu atriði dagsins á leið okkar að sækja pabba hennar í vinnuna.17:00 Komin heim eftir að hafa hangið í bíl á háannatíma í umferðinni í Reykjavík. Ef sá gállinn er á okkur förum við ekki beint heim heldur skellum okkur í matvöruverslun eða jafnvel fiskbúð til að kaupa eitthvað gott í kvöldmatinn.17:30 Tek úr uppþvottavélinni og set leirtauið frá því um morguninn í vélina, labba hring um húsið og reyni að snurfusa, skil ekkert í því hvaðan allur þessi þvottur kemur í ljósi þess að við erum bara þrjú í heimili. Tala við mömmu í síma á hlaupunum.18:00 Eftir að hafa tekið „ganga frá" maníu í hálftíma, klukkutíma kveiki ég á kertum og góðri tónlist og byrja að elda. Stelpan mín hjálpar mér oft en henni finnst fátt skemmtilegra en að saxa sveppi í smáa bita. Ég elska að elda og eyði miklum tíma í eldhúsinu og geng frá jafnóðum þannig að það sé eiginlega ekkert sem bíður mín nema melta eftir matinn.19:00 Fjölskyldan borðar saman, gengur misvel, eftir því hvort litla er í stuði til að borða eða ekki, stundum er hún ánægð með matinn og stundum ekki, stemmingin við kvöldverðarborðið ræðst af því.19:30 – 20:30 Ég og Aðalheiður Helga leikum okkur eða hún situr hjá mér og litar áður en við burstum tennurnar, bað fyrir svefninn er líka voða vinsælt hjá henni. Að lokum leggjumst við upp í rúm og lesum bók og biðjum bænirnar áður en hún sofnar.20:30 -21:30 Hlamma mér í sófann fyrir framan sjónvarpið og kíki á einn þátt eða svo, ef maðurinn minn er ekki að vinna þá situr hann hjá mér og við spjöllum á meðan við horfum á sjónvarpið með öðru auganu.21:30 Fer upp í rúm með góða bók og er iðulega sofnuð fyrir klukkan tíu á kvöldin, södd og sæl.Virkir morgnar á Facebook.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Fleiri fréttir Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið