Greinilega nóg að gera hjá Gunnu Dís 5. október 2012 10:15 Gunna Dís og Andri fengu sent bakkelsi frá Akureyri í upp í Efstaleiti. mynd/einkasafn Fjölmiðlakonan Gunna Dís hefur greinilega nóg að gera þegar kemur að starfinu og fjölskyldunni. Lífið forvitnaðist hvernig ósköp venjulegur dagur er hjá henni. 06:45 Vekjaraklukkan á símanum hringir við lítinn fögnuð, ég teygji mig í útvarpstækið á náttborðinu mínu og kveiki á því í leit að lífsgleðinni en ég er frekar morgunfúl manneskja.06:55 Eftir að hafa legið upp í rúmi í tíu mínútur og dæst yfir örlögum mínum er ég öll að koma til stend á fætur, knúsa stelpuna mína til að koma henni fram úr rúminu og trítla inn á bað í sturtu.07:45 Hleyp útúm dyrnar heima með eiginmanninn og barnið í farteskinu, þakklát fyrir að hafa komist í gegnum morgunstundina stórslysalaust.08:00 Mæti til vinnu í Efstaleitinu, sest við tölvuna og byrja að svara póstum, drekka kaffi og fínpússa þáttinn sem hefst klukkan 9:00.09:00 Virkir morgnar fara í loftið þar sem við Andri minn spjöllum um allt og ekkert og tökum á móti frábæru fólki auk þess sem við spilum tónlist sem passar við skapið á okkur hverju sinni.12:15 Við Andri töltum upp í mötuneyti RÚV þar sem við borðum hádegismat á mettíma, ég fæ mér alltaf súpu með eggi og brauð með smjöri nema á föstudögum þá fæ ég mér danskt smurbrauð.12:30 – 16:00 Á fullu í vinnunni að vinna efni fyrir næstu þætti og ganga frá upptökum úr síðustu þáttum.16:00 Ég bruna í Vesturbæinn að sækja dóttur mína hana Aðalheiði Helgu á leikskólann. Við förum yfir helstu atriði dagsins á leið okkar að sækja pabba hennar í vinnuna.17:00 Komin heim eftir að hafa hangið í bíl á háannatíma í umferðinni í Reykjavík. Ef sá gállinn er á okkur förum við ekki beint heim heldur skellum okkur í matvöruverslun eða jafnvel fiskbúð til að kaupa eitthvað gott í kvöldmatinn.17:30 Tek úr uppþvottavélinni og set leirtauið frá því um morguninn í vélina, labba hring um húsið og reyni að snurfusa, skil ekkert í því hvaðan allur þessi þvottur kemur í ljósi þess að við erum bara þrjú í heimili. Tala við mömmu í síma á hlaupunum.18:00 Eftir að hafa tekið „ganga frá" maníu í hálftíma, klukkutíma kveiki ég á kertum og góðri tónlist og byrja að elda. Stelpan mín hjálpar mér oft en henni finnst fátt skemmtilegra en að saxa sveppi í smáa bita. Ég elska að elda og eyði miklum tíma í eldhúsinu og geng frá jafnóðum þannig að það sé eiginlega ekkert sem bíður mín nema melta eftir matinn.19:00 Fjölskyldan borðar saman, gengur misvel, eftir því hvort litla er í stuði til að borða eða ekki, stundum er hún ánægð með matinn og stundum ekki, stemmingin við kvöldverðarborðið ræðst af því.19:30 – 20:30 Ég og Aðalheiður Helga leikum okkur eða hún situr hjá mér og litar áður en við burstum tennurnar, bað fyrir svefninn er líka voða vinsælt hjá henni. Að lokum leggjumst við upp í rúm og lesum bók og biðjum bænirnar áður en hún sofnar.20:30 -21:30 Hlamma mér í sófann fyrir framan sjónvarpið og kíki á einn þátt eða svo, ef maðurinn minn er ekki að vinna þá situr hann hjá mér og við spjöllum á meðan við horfum á sjónvarpið með öðru auganu.21:30 Fer upp í rúm með góða bók og er iðulega sofnuð fyrir klukkan tíu á kvöldin, södd og sæl.Virkir morgnar á Facebook. Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira
Fjölmiðlakonan Gunna Dís hefur greinilega nóg að gera þegar kemur að starfinu og fjölskyldunni. Lífið forvitnaðist hvernig ósköp venjulegur dagur er hjá henni. 06:45 Vekjaraklukkan á símanum hringir við lítinn fögnuð, ég teygji mig í útvarpstækið á náttborðinu mínu og kveiki á því í leit að lífsgleðinni en ég er frekar morgunfúl manneskja.06:55 Eftir að hafa legið upp í rúmi í tíu mínútur og dæst yfir örlögum mínum er ég öll að koma til stend á fætur, knúsa stelpuna mína til að koma henni fram úr rúminu og trítla inn á bað í sturtu.07:45 Hleyp útúm dyrnar heima með eiginmanninn og barnið í farteskinu, þakklát fyrir að hafa komist í gegnum morgunstundina stórslysalaust.08:00 Mæti til vinnu í Efstaleitinu, sest við tölvuna og byrja að svara póstum, drekka kaffi og fínpússa þáttinn sem hefst klukkan 9:00.09:00 Virkir morgnar fara í loftið þar sem við Andri minn spjöllum um allt og ekkert og tökum á móti frábæru fólki auk þess sem við spilum tónlist sem passar við skapið á okkur hverju sinni.12:15 Við Andri töltum upp í mötuneyti RÚV þar sem við borðum hádegismat á mettíma, ég fæ mér alltaf súpu með eggi og brauð með smjöri nema á föstudögum þá fæ ég mér danskt smurbrauð.12:30 – 16:00 Á fullu í vinnunni að vinna efni fyrir næstu þætti og ganga frá upptökum úr síðustu þáttum.16:00 Ég bruna í Vesturbæinn að sækja dóttur mína hana Aðalheiði Helgu á leikskólann. Við förum yfir helstu atriði dagsins á leið okkar að sækja pabba hennar í vinnuna.17:00 Komin heim eftir að hafa hangið í bíl á háannatíma í umferðinni í Reykjavík. Ef sá gállinn er á okkur förum við ekki beint heim heldur skellum okkur í matvöruverslun eða jafnvel fiskbúð til að kaupa eitthvað gott í kvöldmatinn.17:30 Tek úr uppþvottavélinni og set leirtauið frá því um morguninn í vélina, labba hring um húsið og reyni að snurfusa, skil ekkert í því hvaðan allur þessi þvottur kemur í ljósi þess að við erum bara þrjú í heimili. Tala við mömmu í síma á hlaupunum.18:00 Eftir að hafa tekið „ganga frá" maníu í hálftíma, klukkutíma kveiki ég á kertum og góðri tónlist og byrja að elda. Stelpan mín hjálpar mér oft en henni finnst fátt skemmtilegra en að saxa sveppi í smáa bita. Ég elska að elda og eyði miklum tíma í eldhúsinu og geng frá jafnóðum þannig að það sé eiginlega ekkert sem bíður mín nema melta eftir matinn.19:00 Fjölskyldan borðar saman, gengur misvel, eftir því hvort litla er í stuði til að borða eða ekki, stundum er hún ánægð með matinn og stundum ekki, stemmingin við kvöldverðarborðið ræðst af því.19:30 – 20:30 Ég og Aðalheiður Helga leikum okkur eða hún situr hjá mér og litar áður en við burstum tennurnar, bað fyrir svefninn er líka voða vinsælt hjá henni. Að lokum leggjumst við upp í rúm og lesum bók og biðjum bænirnar áður en hún sofnar.20:30 -21:30 Hlamma mér í sófann fyrir framan sjónvarpið og kíki á einn þátt eða svo, ef maðurinn minn er ekki að vinna þá situr hann hjá mér og við spjöllum á meðan við horfum á sjónvarpið með öðru auganu.21:30 Fer upp í rúm með góða bók og er iðulega sofnuð fyrir klukkan tíu á kvöldin, södd og sæl.Virkir morgnar á Facebook.
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Sjá meira