Ólafur Ragnar flutti ræðu fyrir sérfræðinga og athafnamenn 5. október 2012 10:12 Ólafur Ragnar stóð fyrir svörum á Heimsþinginu í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á Heimsþingi um umhverfismál sem haldið var í Ohio í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu sækja um 1700 sérfræðingar, vísindamenn, umhverfissinar og athafnamenn frá 76 löndum. Bandaríkin og Kína eru með flesta þátttakendur. Á Heimsþinginu er fjallað um fjölmarga þætti í verndun lífríkis og umhverfi jarðar sem og þær hættur sem nú steðja að vatnsbúskap og fæðuöryggi jarðarbúa, m.a. vegna yfirvofandi loftslagsbreytinga. „Ræða forseta fjallaði um nauðsyn þess að tengja saman rannsóknir á bráðnun íss og jökla á Norðurslóðum, Suðurskautslandinu og í Himalajafjöllum. Öll þessi svæði sýndu yfirvofandi hættu á alvarlegum loftslagsbreytingum. Forseti rakti samvinnu íslenskra og kínverskra vísindamanna um rannsóknir á Norðurslóðum og á Himalajasvæðinu og gerði grein fyrir niðurstöðum sem fram komu á málþingi sem haldið var í Háskóla Íslands þegar kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn heimsótti landið í lok siglingar um norðurleiðina frá Shanghæ til Íslands. Í ræðunni, sem á ensku ber heitið The AHA-moment, hvatti forseti til samstarfs allra þjóða um rannsóknir á tengslum bráðnunar íss við loftslagsbreytingar. Fyrst Ísland og Kína gætu með árangursríku samstarfi skapað nýja þekkingu á þessu sviði hefðu önnur ríki ekki lengur neina afsökun fyrir aðgerðaleysi. Ræðu forseta má nálgast á heimasíðu embættisins. Síðdegis í gær tók forseti einnig þátt í málstofu um loftslagsbreytingar og fæðuöryggi sem stjórnað var af hinum þekkta jarðvegsvísindamanni Rattan Lal. Meðal ræðumanna þar var einnig bandaríski umhverfissinninn og vísindamaðurinn Lester Brown sem um árabil hefur haft mikil áhrif á alþjóðlega umræðu. Hann stofnaði á sínum tíma World Watch Institute sem árlega hefur gefið út skýrslur um stöðu umhverfismála á veraldarvísu, State of the World Reports. Í samræðum á málþinginu gerði forseti grein fyrir árangri Íslendinga við þurrkun sjávarafurða sem seldar hafa verið til Afríku. Sú aðferð gæti orðið grundvöllur betri nýtingar á matvælum, m.a. kjöti, grænmeti og ávöxtum. Áætlað hefur verið að allt að 20% matvæla sem framleidd eru í heitari löndum verði ónýt innan fárra daga vegna skorts á geymsluaðferðum. Í Ohio átti forseti jafnframt fundi með dr. Lonnie Thompson, einum fremsta jöklafræðingi veraldar, og öðrum vísindamönnum Ohio háskóla á sviði jarðvegsfræða, vatnsbúskapar og loftslagsmála. Lonnie Thompson hefur stýrt samvinnu um rannsóknir á jöklum Himalajasvæðisins en ráðstefna um það efni, The Third Pole Environment Workshop, var haldin á Íslandi í fyrra í boði forseta og Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sóttu m.a. vísindamenn frá Indlandi og Kína auk sérfræðinga frá Evrópu og Bandaríkjunum. Á fundunum í Ohio var rætt um framhald slíks alþjóðlegs samstarfs og framlag íslenska vísindasamfélagsins til þess. Mikill áhugi er á að nýta þekkingu og reynslu íslenskra vísindamanna og gæti samvinna Ohio háskóla við Háskóla Íslands orðið grundvöllur að menntun og þjálfun ungra vísindamanna frá löndum Himalajasvæðisins," segir í tilkynningu frá embættinu. Ræðu forsetans má lesa hér. Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á Heimsþingi um umhverfismál sem haldið var í Ohio í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu sækja um 1700 sérfræðingar, vísindamenn, umhverfissinar og athafnamenn frá 76 löndum. Bandaríkin og Kína eru með flesta þátttakendur. Á Heimsþinginu er fjallað um fjölmarga þætti í verndun lífríkis og umhverfi jarðar sem og þær hættur sem nú steðja að vatnsbúskap og fæðuöryggi jarðarbúa, m.a. vegna yfirvofandi loftslagsbreytinga. „Ræða forseta fjallaði um nauðsyn þess að tengja saman rannsóknir á bráðnun íss og jökla á Norðurslóðum, Suðurskautslandinu og í Himalajafjöllum. Öll þessi svæði sýndu yfirvofandi hættu á alvarlegum loftslagsbreytingum. Forseti rakti samvinnu íslenskra og kínverskra vísindamanna um rannsóknir á Norðurslóðum og á Himalajasvæðinu og gerði grein fyrir niðurstöðum sem fram komu á málþingi sem haldið var í Háskóla Íslands þegar kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn heimsótti landið í lok siglingar um norðurleiðina frá Shanghæ til Íslands. Í ræðunni, sem á ensku ber heitið The AHA-moment, hvatti forseti til samstarfs allra þjóða um rannsóknir á tengslum bráðnunar íss við loftslagsbreytingar. Fyrst Ísland og Kína gætu með árangursríku samstarfi skapað nýja þekkingu á þessu sviði hefðu önnur ríki ekki lengur neina afsökun fyrir aðgerðaleysi. Ræðu forseta má nálgast á heimasíðu embættisins. Síðdegis í gær tók forseti einnig þátt í málstofu um loftslagsbreytingar og fæðuöryggi sem stjórnað var af hinum þekkta jarðvegsvísindamanni Rattan Lal. Meðal ræðumanna þar var einnig bandaríski umhverfissinninn og vísindamaðurinn Lester Brown sem um árabil hefur haft mikil áhrif á alþjóðlega umræðu. Hann stofnaði á sínum tíma World Watch Institute sem árlega hefur gefið út skýrslur um stöðu umhverfismála á veraldarvísu, State of the World Reports. Í samræðum á málþinginu gerði forseti grein fyrir árangri Íslendinga við þurrkun sjávarafurða sem seldar hafa verið til Afríku. Sú aðferð gæti orðið grundvöllur betri nýtingar á matvælum, m.a. kjöti, grænmeti og ávöxtum. Áætlað hefur verið að allt að 20% matvæla sem framleidd eru í heitari löndum verði ónýt innan fárra daga vegna skorts á geymsluaðferðum. Í Ohio átti forseti jafnframt fundi með dr. Lonnie Thompson, einum fremsta jöklafræðingi veraldar, og öðrum vísindamönnum Ohio háskóla á sviði jarðvegsfræða, vatnsbúskapar og loftslagsmála. Lonnie Thompson hefur stýrt samvinnu um rannsóknir á jöklum Himalajasvæðisins en ráðstefna um það efni, The Third Pole Environment Workshop, var haldin á Íslandi í fyrra í boði forseta og Háskóla Íslands. Ráðstefnuna sóttu m.a. vísindamenn frá Indlandi og Kína auk sérfræðinga frá Evrópu og Bandaríkjunum. Á fundunum í Ohio var rætt um framhald slíks alþjóðlegs samstarfs og framlag íslenska vísindasamfélagsins til þess. Mikill áhugi er á að nýta þekkingu og reynslu íslenskra vísindamanna og gæti samvinna Ohio háskóla við Háskóla Íslands orðið grundvöllur að menntun og þjálfun ungra vísindamanna frá löndum Himalajasvæðisins," segir í tilkynningu frá embættinu. Ræðu forsetans má lesa hér.
Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Sjá meira