Taka sex milljarða úr vasa launagreiðenda 28. desember 2012 06:00 Tryggingagjald var hækkað til að bregðast við auknu atvinnuleysi, enda stendur það undir kostnaði við Atvinnuleysistryggingasjóð. Fréttablaðið/Anton Stjórnvöld brjóta samkomulag sem gert var við undirritun kjarasamninga með því að lækka tryggingagjald aðeins um 0,1 prósentustig um áramótin að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Með því að lækka gjaldið minna en efni standa til eru stjórnvöld að skattleggja íslensk fyrirtæki um sex milljarða króna aukalega á komandi ári, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Stjórnvöld ákváðu að þau þyrftu ekki að efna það sem um var talað og að þau gætu notað tryggingagjaldið til að standa undir auknum útgjöldum ríkisins,“ segir Vilhjálmur. Tryggingagjaldið rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð, og var hækkað til að standa straum af kostnaði við aukið atvinnuleysi eftir hrunið. Vilhjálmur segir atvinnurekendur hafa haft skilning á því að gjaldið hafi þurft að hækka, en það hafi verið gert með þeim formerkjum að það myndi lækka þegar aftur færi að draga úr atvinnuleysi. SA reiknuðu með 0,75 prósentustiga lækkun á tryggingagjaldinu um áramótin. Lækkunin átti að standa undir umsaminni 3,25 prósenta launahækkun í byrjun febrúar. Vilhjálmur segir alveg ljóst að launahækkun umfram getu launagreiðenda muni hækka verðbólgu í landinu. Þá muni fyrirtækin hafa minna svigrúm til að ráða nýja starfsmenn. Tryggingagjald að meðtöldu markaðsgjaldi og gjaldi í Ábyrgðasjóð launa verður 7,69 prósent á næsta ári, en er 7,79 prósent á árinu sem nú er að líða. Ekki náðist í Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. - bj Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Stjórnvöld brjóta samkomulag sem gert var við undirritun kjarasamninga með því að lækka tryggingagjald aðeins um 0,1 prósentustig um áramótin að mati Samtaka atvinnulífsins (SA). Með því að lækka gjaldið minna en efni standa til eru stjórnvöld að skattleggja íslensk fyrirtæki um sex milljarða króna aukalega á komandi ári, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Stjórnvöld ákváðu að þau þyrftu ekki að efna það sem um var talað og að þau gætu notað tryggingagjaldið til að standa undir auknum útgjöldum ríkisins,“ segir Vilhjálmur. Tryggingagjaldið rennur í Atvinnuleysistryggingasjóð, og var hækkað til að standa straum af kostnaði við aukið atvinnuleysi eftir hrunið. Vilhjálmur segir atvinnurekendur hafa haft skilning á því að gjaldið hafi þurft að hækka, en það hafi verið gert með þeim formerkjum að það myndi lækka þegar aftur færi að draga úr atvinnuleysi. SA reiknuðu með 0,75 prósentustiga lækkun á tryggingagjaldinu um áramótin. Lækkunin átti að standa undir umsaminni 3,25 prósenta launahækkun í byrjun febrúar. Vilhjálmur segir alveg ljóst að launahækkun umfram getu launagreiðenda muni hækka verðbólgu í landinu. Þá muni fyrirtækin hafa minna svigrúm til að ráða nýja starfsmenn. Tryggingagjald að meðtöldu markaðsgjaldi og gjaldi í Ábyrgðasjóð launa verður 7,69 prósent á næsta ári, en er 7,79 prósent á árinu sem nú er að líða. Ekki náðist í Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. - bj
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira