Eitt versta veður síðustu ára Gunnar Reynir Valþórsson og Hafþór Gunnarsson skrifar 28. desember 2012 20:25 Eitt versta veður síðustu ára gengur nú yfir Vestfirði. Hættustig er í gildi og hús hafa verið rýmd í fimm þéttbýliskjörnum og á nokkrum bæjum vegna snjóflóðahættu. Veðurspár gera ráð fyrir ofsaveðri, allt að þrjátíu og tveimur metrum á sekúndu í kvöld og í nótt. Verst hefur það verið á Vestfjörðum í dag og þá er spáð stórhríð á norðanverðu landinu í nótt og fram á morgun og raunar búast menn við vonskuveðri langt fram á sunnudag víða um land. Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á afmörkuðum svæðum í fimm bæjarfélögum fyrir Vestan, á Ísafirði, Flateyri, Hnífsdal, Súðavík og á Patreksfirði. Þá hafa íbúar á átta bæjum á svæðinu verið beðnir um að rýma þá. Vel er fylgst með framvindunni og ekki þykir loku fyrir það skotið að rýma verði fleiri svæði áður en nóttin er úti. Súðavíkurhlíð var lokað um miðjan dag í dag og núna klukkan sex var lokað fyrir umferð um Eyrarhlíð, Suðureyrarveg, Flateyrarveg og Gemlufallsheiði. Og eins og sjá má af myndunum í myndskeiðinu hér að ofan frá Ísafirði frá því í dag er snjórinn gríðarmikill. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri á Súðavík segir það ávallt afar óþægilegt þegar samgöngur rofna eins og gerst hefur í dag. Umferð var hleypt á Súðavíkurhlíð um skamma hríð eftir hádegið í dag og þá hafði snjóflóð fallið á veginn sem ryðja þurfti burt. Í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hafa viðbragðsaðilar setið á fundum í dag og búið sig undir það sem koma skal. Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að spáin sé mjög slæm og aðstæður ekki góðar. „Við tökum viðvörunum Veðurstofunnar mjög alvarlega í þessu tilviki," segir hann. Björgunarsveitir ætla að vera með vakt í húsum víða um land í nótt og eru tilbúnar að kalla til meiri mannskap ef þörf krefur. Víðir segir að ástandið sé einna verst á Vestfjörðum og segir hann stefna í vesta veður sem skollið hafi á í mörg ár. „Ef allt fer á versta veg verður þetta versta veður sem við höfum séð í mörg ár. Snjóflóðahættuástandið sem nú er er það versta sem við höfum séð í talsvert langan tíma," segir hann og telur útlitið fremur slæmt. Og hvað höfuðborgina varðar segir Víðir að husanlega verði mjög hvasst í nótt og í fyrramálið og var aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu að búa sig undir að takast á við óveður á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Eitt versta veður síðustu ára gengur nú yfir Vestfirði. Hættustig er í gildi og hús hafa verið rýmd í fimm þéttbýliskjörnum og á nokkrum bæjum vegna snjóflóðahættu. Veðurspár gera ráð fyrir ofsaveðri, allt að þrjátíu og tveimur metrum á sekúndu í kvöld og í nótt. Verst hefur það verið á Vestfjörðum í dag og þá er spáð stórhríð á norðanverðu landinu í nótt og fram á morgun og raunar búast menn við vonskuveðri langt fram á sunnudag víða um land. Hættustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á afmörkuðum svæðum í fimm bæjarfélögum fyrir Vestan, á Ísafirði, Flateyri, Hnífsdal, Súðavík og á Patreksfirði. Þá hafa íbúar á átta bæjum á svæðinu verið beðnir um að rýma þá. Vel er fylgst með framvindunni og ekki þykir loku fyrir það skotið að rýma verði fleiri svæði áður en nóttin er úti. Súðavíkurhlíð var lokað um miðjan dag í dag og núna klukkan sex var lokað fyrir umferð um Eyrarhlíð, Suðureyrarveg, Flateyrarveg og Gemlufallsheiði. Og eins og sjá má af myndunum í myndskeiðinu hér að ofan frá Ísafirði frá því í dag er snjórinn gríðarmikill. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri á Súðavík segir það ávallt afar óþægilegt þegar samgöngur rofna eins og gerst hefur í dag. Umferð var hleypt á Súðavíkurhlíð um skamma hríð eftir hádegið í dag og þá hafði snjóflóð fallið á veginn sem ryðja þurfti burt. Í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð hafa viðbragðsaðilar setið á fundum í dag og búið sig undir það sem koma skal. Víðir Reynisson hjá Almannavörnum segir að spáin sé mjög slæm og aðstæður ekki góðar. „Við tökum viðvörunum Veðurstofunnar mjög alvarlega í þessu tilviki," segir hann. Björgunarsveitir ætla að vera með vakt í húsum víða um land í nótt og eru tilbúnar að kalla til meiri mannskap ef þörf krefur. Víðir segir að ástandið sé einna verst á Vestfjörðum og segir hann stefna í vesta veður sem skollið hafi á í mörg ár. „Ef allt fer á versta veg verður þetta versta veður sem við höfum séð í mörg ár. Snjóflóðahættuástandið sem nú er er það versta sem við höfum séð í talsvert langan tíma," segir hann og telur útlitið fremur slæmt. Og hvað höfuðborgina varðar segir Víðir að husanlega verði mjög hvasst í nótt og í fyrramálið og var aðgerðastjórn almannavarna á höfuðborgarsvæðinu að búa sig undir að takast á við óveður á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar fréttastofu bar að garði í dag.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira