Erlent

Jarðarbúar gætu þurft að gerast grænmetisætur

BBI skrifar
Það kostar 10 sinnum meira vatn að framleiða dýraafurðir en annan mat. Þriðjungur ræktaðs lands fer einnig í að rækta fóður fyrir dýr.
Það kostar 10 sinnum meira vatn að framleiða dýraafurðir en annan mat. Þriðjungur ræktaðs lands fer einnig í að rækta fóður fyrir dýr. Mynd/Vilhelm
Vísindamenn gáfu nýverið út allra alvarlegustu viðvaranir sem hingað til hafa verið gefnar um matarbirgðar heimsins. Þeir telja að heimsbyggðin eins og hún leggur sig þurfi mögulega að gerast grænmetisætur innan 40 ára.

Það verður ekki nægilegt vatn til á jörðinni til að framleiða mat fyrir þá 9 milljarða sem líklega munu byggja jörðina árið 2050 ef við höldum okkur við sömu matarvenjur og í dag, segja vísindamenn sem unnu að víðtækri rannsókn á þeim málum nýverið.

Eins og stendur fær mannkynið um 20% af prótíni úr dýraafurðum. Það verður líklega að minnka niður í 5% á næstu 40 árum vegna vatnsskorts.

The Guardian segir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×