Yfirtakan á SpKef eitt allsherjar klúður - einhver þarf að axla ábyrgð 8. júní 2012 19:48 Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. Sparisjóðurinn í Keflavík, eða SpKef, var tekinn yfir af ríkinu í apríl 2010. Hinn 5. mars í fyrra var sparisjóðurinn svo sameinaður Landsbankanum. Landsbankinn tók yfir skuldbindingar vegna innistæðna hjá SpKef og fékk í staðinn eignir sjóðsins, en ágreiningur reis um verðmæti þeirra. Ríkissjóður taldi að greiða ætti 11 milljarða króna með innistæðunum. Landsbankinn taldi fjárhæðina nærri 30 milljörðum. Skipuð var úrskurðarnefnd vegna ágreiningsins og samkvæmt niðurstöðu hennar sem birt var í dag ber ríkissjóði að greiða Landsbankanum 19 milljarða, eða 8 milljörðum meira en lagt var upp með í fyrra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einhver verði að axla ábyrgð á þessu. „Mér finnst þetta mál vera eitt allsherjar klúður frá upphafi til enda. Í byrjun var sagt að þetta myndi ekki kosta ríkið neitt og það var tekin ákvörðun um að veita SpKef bráðabirgðastarfsleyfi þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki kröfur. Smám saman hefur komið í ljós að það vantar mikið upp á að eignirnar standi undir verðmati. Fyrir rúmu ári síðan var sagt að það vantaði 11,2 milljarða en núna er þessi tala komin upp í 19 milljarða. Það sem átti ekki að kosta skattgreiðendur á Íslandi neitt mun kosta þá 19 milljarða króna. Nú er eðlilegt að spurt sé, hver ber ábyrgð á þessu klúðri?," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. En var ekki alltaf útlit fyrir að einhver kostnaður myndi lenda á ríkinu vegna falls SpKef vegna ríkisábyrgðar á innistæðum? Bjarni segir aðkomu ríkisins að SpKef óumflýjanlega. „En það er hins vegar augljós krafa og ófrávíkjanleg að ákvarðanir á borð við þessar séu teknar á grundvelli góðra upplýsinga og eðlilegrar skoðunar á því eignasafni sem menn eru að fá í hendur. Síðan í framhaldinu að þannig sé farið með þetta eignasafn að það sé ekki að rýrna stanslaust á kostnað skattgreiðenda," segir Bjarni. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. Sparisjóðurinn í Keflavík, eða SpKef, var tekinn yfir af ríkinu í apríl 2010. Hinn 5. mars í fyrra var sparisjóðurinn svo sameinaður Landsbankanum. Landsbankinn tók yfir skuldbindingar vegna innistæðna hjá SpKef og fékk í staðinn eignir sjóðsins, en ágreiningur reis um verðmæti þeirra. Ríkissjóður taldi að greiða ætti 11 milljarða króna með innistæðunum. Landsbankinn taldi fjárhæðina nærri 30 milljörðum. Skipuð var úrskurðarnefnd vegna ágreiningsins og samkvæmt niðurstöðu hennar sem birt var í dag ber ríkissjóði að greiða Landsbankanum 19 milljarða, eða 8 milljörðum meira en lagt var upp með í fyrra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einhver verði að axla ábyrgð á þessu. „Mér finnst þetta mál vera eitt allsherjar klúður frá upphafi til enda. Í byrjun var sagt að þetta myndi ekki kosta ríkið neitt og það var tekin ákvörðun um að veita SpKef bráðabirgðastarfsleyfi þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki kröfur. Smám saman hefur komið í ljós að það vantar mikið upp á að eignirnar standi undir verðmati. Fyrir rúmu ári síðan var sagt að það vantaði 11,2 milljarða en núna er þessi tala komin upp í 19 milljarða. Það sem átti ekki að kosta skattgreiðendur á Íslandi neitt mun kosta þá 19 milljarða króna. Nú er eðlilegt að spurt sé, hver ber ábyrgð á þessu klúðri?," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. En var ekki alltaf útlit fyrir að einhver kostnaður myndi lenda á ríkinu vegna falls SpKef vegna ríkisábyrgðar á innistæðum? Bjarni segir aðkomu ríkisins að SpKef óumflýjanlega. „En það er hins vegar augljós krafa og ófrávíkjanleg að ákvarðanir á borð við þessar séu teknar á grundvelli góðra upplýsinga og eðlilegrar skoðunar á því eignasafni sem menn eru að fá í hendur. Síðan í framhaldinu að þannig sé farið með þetta eignasafn að það sé ekki að rýrna stanslaust á kostnað skattgreiðenda," segir Bjarni.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira