Yfirtakan á SpKef eitt allsherjar klúður - einhver þarf að axla ábyrgð 8. júní 2012 19:48 Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. Sparisjóðurinn í Keflavík, eða SpKef, var tekinn yfir af ríkinu í apríl 2010. Hinn 5. mars í fyrra var sparisjóðurinn svo sameinaður Landsbankanum. Landsbankinn tók yfir skuldbindingar vegna innistæðna hjá SpKef og fékk í staðinn eignir sjóðsins, en ágreiningur reis um verðmæti þeirra. Ríkissjóður taldi að greiða ætti 11 milljarða króna með innistæðunum. Landsbankinn taldi fjárhæðina nærri 30 milljörðum. Skipuð var úrskurðarnefnd vegna ágreiningsins og samkvæmt niðurstöðu hennar sem birt var í dag ber ríkissjóði að greiða Landsbankanum 19 milljarða, eða 8 milljörðum meira en lagt var upp með í fyrra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einhver verði að axla ábyrgð á þessu. „Mér finnst þetta mál vera eitt allsherjar klúður frá upphafi til enda. Í byrjun var sagt að þetta myndi ekki kosta ríkið neitt og það var tekin ákvörðun um að veita SpKef bráðabirgðastarfsleyfi þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki kröfur. Smám saman hefur komið í ljós að það vantar mikið upp á að eignirnar standi undir verðmati. Fyrir rúmu ári síðan var sagt að það vantaði 11,2 milljarða en núna er þessi tala komin upp í 19 milljarða. Það sem átti ekki að kosta skattgreiðendur á Íslandi neitt mun kosta þá 19 milljarða króna. Nú er eðlilegt að spurt sé, hver ber ábyrgð á þessu klúðri?," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. En var ekki alltaf útlit fyrir að einhver kostnaður myndi lenda á ríkinu vegna falls SpKef vegna ríkisábyrgðar á innistæðum? Bjarni segir aðkomu ríkisins að SpKef óumflýjanlega. „En það er hins vegar augljós krafa og ófrávíkjanleg að ákvarðanir á borð við þessar séu teknar á grundvelli góðra upplýsinga og eðlilegrar skoðunar á því eignasafni sem menn eru að fá í hendur. Síðan í framhaldinu að þannig sé farið með þetta eignasafn að það sé ekki að rýrna stanslaust á kostnað skattgreiðenda," segir Bjarni. Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Yfirtaka ríkisins á Sparisjóðnum í Keflavík er eitt allsherjar klúður sem einhver þarf að axla ábyrgð á, segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Yfirtakan kostar ríkissjóð 19 milljarða króna, eða 8 milljörðum meira en gefið var út þegar sparisjóðurinn var sameinaður Landsbankanum. Sparisjóðurinn í Keflavík, eða SpKef, var tekinn yfir af ríkinu í apríl 2010. Hinn 5. mars í fyrra var sparisjóðurinn svo sameinaður Landsbankanum. Landsbankinn tók yfir skuldbindingar vegna innistæðna hjá SpKef og fékk í staðinn eignir sjóðsins, en ágreiningur reis um verðmæti þeirra. Ríkissjóður taldi að greiða ætti 11 milljarða króna með innistæðunum. Landsbankinn taldi fjárhæðina nærri 30 milljörðum. Skipuð var úrskurðarnefnd vegna ágreiningsins og samkvæmt niðurstöðu hennar sem birt var í dag ber ríkissjóði að greiða Landsbankanum 19 milljarða, eða 8 milljörðum meira en lagt var upp með í fyrra. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að einhver verði að axla ábyrgð á þessu. „Mér finnst þetta mál vera eitt allsherjar klúður frá upphafi til enda. Í byrjun var sagt að þetta myndi ekki kosta ríkið neitt og það var tekin ákvörðun um að veita SpKef bráðabirgðastarfsleyfi þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki kröfur. Smám saman hefur komið í ljós að það vantar mikið upp á að eignirnar standi undir verðmati. Fyrir rúmu ári síðan var sagt að það vantaði 11,2 milljarða en núna er þessi tala komin upp í 19 milljarða. Það sem átti ekki að kosta skattgreiðendur á Íslandi neitt mun kosta þá 19 milljarða króna. Nú er eðlilegt að spurt sé, hver ber ábyrgð á þessu klúðri?," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. En var ekki alltaf útlit fyrir að einhver kostnaður myndi lenda á ríkinu vegna falls SpKef vegna ríkisábyrgðar á innistæðum? Bjarni segir aðkomu ríkisins að SpKef óumflýjanlega. „En það er hins vegar augljós krafa og ófrávíkjanleg að ákvarðanir á borð við þessar séu teknar á grundvelli góðra upplýsinga og eðlilegrar skoðunar á því eignasafni sem menn eru að fá í hendur. Síðan í framhaldinu að þannig sé farið með þetta eignasafn að það sé ekki að rýrna stanslaust á kostnað skattgreiðenda," segir Bjarni.
Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira